Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
bragð framan bæði eyru. Ærnar vandi hann svo, að þær leyfðu
sér varla að fara af melunum, þó kom fyrir, að stöku ær brá sér
upp í fjallið til að bera. Þegar ég var að sinna ám föður míns í
fjallinu, spurði Guðmundur mig oft er sauðburður stóð yfir: „Ekki
vænti ég þú hafir séð golsótta, drengur minn.“ Stundum var raun-
ar spurt eftir svartflekkóttri o. s. frv., en ærnar hans Guðmundar
voru flestar mislitar.
Guðmundur var í lægra meðallagi að hæð, en þrekvaxinn, frek-
ar útlimastuttur, fótstór og handstór, breiðleitur, ennið í meðallagi
hátt, herðabreiður, beinn í baki, alldökkur í andliti, augun meðal-
stór, mógrá að lit, nefið stórt og söðulbakað með hnúð að framan,
hakan fremur stutt. A yngri árum var Guðmundur dökkjarpur á
hár, en það varð grásprengt á efri árum, gróft og þykk't. Guð-
mundur var með klippt alskegg, sem náði niður á mussukragann
og skýldi hálsinum. Hann var virðulegur í framgöngu, jafnan fá-
máll, alvarlegur og fesmlegur; mátti vel sjá á svipmóti hans, hvort
vel eða illa lá á honum. Var hann ærið svipþungur, ef honum
mislíkaði, þótt ekkert æðruorð heyrðist. Guðmundur var þrek-
maður, en stirðlega vaxinn. Sagt var, að einu sinni hefði hann
bjargað stúlku úr Helluá með miklu snarræði. Hann var jafnan vel
til fara, ætíð eins búinn heima og heiman. Hann átti þrennan
utanyfirfatnað, hversdagslega klæddist hann snjáðri eða jafnvel
bættri mussu úr vaðmáli, hnepptri upp í háls með tveimur hnappa-
röðum á boðungum, buxum úr sama efni með loku, nokkuð bætt-
um. I stuttum ferðum var hann í fötum sömu gerðar, en minna
slitnum. Hin þriðju föt voru enn sömu gerðar, en lítt slitin, og
þau notaði Guðmundur til lengri ferðalaga og eins þegar hann
sótti kirkju. Á höfði bar hann barðahatt svartan hversdagslega og
fínni hatt, þegar við átti. Sama gilti um skó og sokka. Heima og
á ferðum um nágrennið gekk hann á verptum leðurskóm með
ristar- og hælþvengi úr óelm skinni, en í kirkju og á lengri ferða-
lögum bar hann brydda skó með þvengjum úr eltiskinni. Buxur
girti hann jafnan niður í sokka, misjafnlega ásjálega, eftir því
sem við átti. Hatt sinn var hann með sumar og vetur og batt hann
niður með rauðum vasaklút í hvassviðrum og hríðum, en í mestu
170