Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 57
KARÓLÍNA KROSSINN BER
anna í garð Guðmundar Þorsteinssonar og Jóns sjálfs tekur satt
að segja af tvímæli um, að Helga hafði vitneskju sína frá öðrum
en honum.
Hver lesandi getur með sjálfum sér skyggnt munnmælasögu
Sigurðar Eiríkssonar af Karólínu í Villinganesi við þá heimilda-
könnun, sem ég gerði eftir á. Kjarninn er einn og sá sami: að
Karólína kom að norðan og dó hjá föður sínum; að hún var
lömuð, gat enga björg sér veitt; að orðrómur legðist á, að hún
hefði dáið úr hor; að lík hennar væri krufið, vegna þess hve sá
orðrómur fór hátt; að Guðmundur þyrfti ekki að svara til saka
fyrir illa meðferð á dóttur sinni. Aftur á móti féllu afskipti sýslu-
manns gjörsamlega í gleymsku, og Jósep héraðslæknir á Hnaus-
um breyttist í skottulækni.
Ihugunarvert er atriðið um bæjarlækinn. Eg hygg, að það sé
ekki skáldskapur frá rótum, heldur þjóðsöguleg stílfærsla. Hafi
viðrað vel í Villinganesi daginn, sem rannsóknin var gerð, mælir
ekkert sérstakt með því, að Jósep læknir Skaftason hafi krufið
líkið innanbæjar, það er meira að segja fremur ótrúlegt. Uti var
langtum betri birta, eins og gefur að skilja, en í hálfrökkvuðu
torfhúsi, að ekki sé minnzt á svigrúmið; þegar hefur verið sagt,
að líkskoðunarmennirnir þrír, sem sýslumaður skipaði í fyrstu,
fylgdust með rannsókn læknisins. I öðru lagi var ólíkt nærgætnis-
legra við heimafólk að kryfja líkið annars staðar en innanbæjar,
ekki sízt þar eð Guðmundur Þorsteinsson lá rúmfastur í baðstofu.
Hafi nú líkskurðurinn á annað borð farið fram úti undir berum
himni, munaði engu að bera hina dánu góðan spöl frá bæjarhús-
um, úr augsýn heimafólks. Var þá ekki tilvalið að fara suður og
niður í túnið, að rennandi vatni, sem síðan mátti nota til að þvo
tangir og tól?
Að lokum: Naumast hefur Karólína, eftir að hún varð jafn
vanvita og heimildir herma, ort þá snotru og um sumt átakanlegu
vísu, sem eignuð er henni. Sé hún réttur höfundur vísunnar, hlýt-
ur hún að vera kveðin á Jórunnarstöðum og það heldur fyrr en
seinna.
Ritað í janúar 1979.
55