Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 71
BJÖRGUN VIÐ KETU A SKAGA 1928
Jón átti bát í Ketunni, lítið fjórróið far, sem stóð upp við
klettana fyrir ofan lendinguna. Þangað komst hann að lokum.
Langa smnd var hann að koma neglunni í bátinn, svo var hann
orðinn dofinn af kulda á höndunum. Síðan setti hann bátinn
niður, sem var erfitt verk fyrir einn mann. En um annað var ekki
að ræða, því of langt var að sækja hjálp til næsta bæjar, og Garðar
sýndist honum sökkva dýpra og dýpra. Að lokum kom hann bátn-
um á flot og reri út til hjálpar. Þeir komust allir í land á bátnum,
þótt lítill væri.
Mjög voru mennirnir þá illa á sig komnir af kulda og vosbúð.
Verst var ástand Sveins; hann hafði drukkið sjó, og varð að styðja
hann til bæjar, enda var hann elztur þeirra, 63 ára.
Þegar kom heim að Ketu, voru sumir drifnir niður í rúm og
gefið heitt kaffi og brennivín. Sveinn fékk lungnabólgu og lá í
nokkra daga, en var lengi að jafna sig.
Drengur frá Ketu var sendur út að Ytra- og Syðra-Mallandi
til að fá hjálp og þurr föt. Húsmæðurnar á bæjunum brugðu
skjótt við og fóru suður eftir með öll þurr föt, sem fyrir voru,
og með þeim fóru þeir Angantýr og Asgrímur Arnason, bóndi
á Syðra-Mallandi. A leiðinni mættu þeir Skúla, sem var hold-
votur og á sokkaleistunum. Hafði hann drukkið kaffi í Ketu, og
haldið svo strax heim.
Þegar hinir sjóhröktu menn höfðu fengið þurr föt og heitan
mat, hresstust þeir fljótt, sérstaklega yngri mennirnir. Strax um
kvöldið fór Guðmundur Þorvaldsson áleiðis til Sauðárkróks, á
hesti, sem hann fékk lánaðan í Ketu. Bílfær vegur var þá ekki
kominn út á Skaga. Gerði hann ráðstafanir til að bjarga Garðari,
ef hægt væri. Hann kom til Sauðárkróks um morguninn, og fór
síðan út eftir aftur samdægurs.
Um kvöldið' fóru þeir Angantýr, Asgrímur, Magnús, Jón og
Skúli inn undir Ketubjörg á litla bátnum. Náðu þeir bát Magnús-
ar, sem hafði rekið þar að landi, og var hann óbrotinn. Svo var
hafizt handa um að tína saman viðinn, sem var á floti inn með
öllum björgum. Hann var seilaður og dreginn út í Ketuna aftur.
Voru þeir að því fram undir morgun.
69