Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 33
SNURÐUR Á SAMBÚÐ VIÐ EINOKUNARKAUPMENN
unum á Hofsósi 21. sept. 1753, lítur hún svo á, að hér sé um að
ræða aðför að kaupmanni, og eins konar uppreisnartilraun.1 Sú
spurning er að vísu áleitin, hvert erindi hinir skagfirzku bændur
hafi átt á fund kaupmanns, ef það var ekki ætlunin að sýna hon-
um í tvo heimana á einn eða annan hátt, en það gat legið þannig
í málinu, að bændum fyndist, að staða þeirra gagnvart kaupmanni
hefði styrzkt svo mikið, að þeir gætu nú komið fram við hann
eins og jafningjar og viljað halda upp á þetta með því að gera
honum heimsókn og njóta gestrisni hans. Það er heldur ekki óhugs-
hugsandi, að fyrirætlanir hafi engar verið, og þessa heimsókn
bænda beri helzt að skoða sem ófyrirsjáanlega tilviljun.
Vinnudrengur kaupmanns hafði verið í búðinni, er gestirnir
komu, og var hann kyrr inni, er kaupmaður hvarf á brott. Hann
reyndi eftir megni að gæta brennivínstunnu, er stóð þar á stokk-
um, en mistókst þetta gersamlega. I yfirlýsingu sinni um þennan
atburð segir pilmrinn, að tveir aðkomumanna, Sveinn Þorláksson
og Þorlákur Skúlason, hafi verið uppivöðslusamastir. Þeir æddu
að brennivínstunnunni, töppuðu af henni handa sjálfum sér og
gáfu öðram án þess að skeyta hið minnsta um viðleitni piltsins
til að gæta eigna verzlunarinnar.2 3 I yfirlýsingu hans segir enn-
fremur, að svefnherbergi kaupmanns hafi ekki farið með öllu
varhluta af þessari heimsókn, en hann talar ekki um, hve margir
hafi farið þar inn, né heldur, hvort menn hafi dvalizt þar inni.
Hvergi er þess hins vegar getið, að komumenn hafi gerzt djarf-
tækir á annað en brennivínið. Starfslið kaupmanns nefnir í sér-
stakri yfirlýsingu, að undirkaupmaður hafi skipað svo fyrir, að
komumönnum skyldi leyft að gera það, sem þeim sýndist til þess
að komast hjá „uppreisn“ og slagsmálum.2
Stjórn Hörmangarafélagsins gerði sér að sjálfsögðu mat úr
þessum atburði og kærði hann fyrir Rentukammerinu. Lítur félags-
1 Sbr. bréf Hörmfél. til Rentukamm., ds. 29. 3. 1754. Kammerbréfabók
félagsins. Ríkisskjalasafn Dana.
2 Sbr. skýrslu piltsins með bréfi Hörmangarafélagsins til Rentukammers-
ins, ds. 29. 3. 1754. Ríkisskjalasafn Dana, Rtk. 372.56.
3 Fsk. með bréfi Hörmangarafél. til Rentuk. 29. 3. 1754.
31