Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 53
KARÓLÍNA KROSSINN RER
un“. Læknirinn kom í Villinganes 24. apríl, rannsakaði líkið út-
vortis jafnt sem innvortis og lagði fram skýrslu sína. Viðstaddir
þá skoðun voru þrír fyrrnefndir bændur. Sýslumaður reið einnig
fram í Villinganes þennan dag og hélt rétt í málinu. Fyrst voru
lesin upp bréf séra Snorra og líkskoðunarmanna, þau sem áður
er vitnað til, og skýrsla Jóseps Skaftasonar færð til bókar. I henni
segir: „Líkið er af meðalstærð, mjög holdlítið, rotnunareinkenni
yfir allt lífholið uppundir brjóst, fínir, dökkrauðir blettir, sem
sýnast vera eftirleifar af „impetigo“ [hrúðurgeit] svokallaðri.“
Síðan er getið um skinnlausa bletti sums staðar á líkinu, bjúg á
skóleistunum og lítið eitt upp fyrir ökkla, sagt að vinstri hönd
og handleggur sé holdminna en hægri hönd og handleggur og
skinnið óslétt og krafsað.
Sjálfur líkskurðurinn hófst á því, að höfuðið var opnað, síðan
brjósthol og lífhol. Skýrslan, þegar þar er komið, snertir ekki
beint málavexti að öðru leyti en þessu: „... í maganum töluvert
af matvælum, sem sýnast vera baunir og bauna-seyði; efsti parmr
þunnu þarmanna fullur með líkt innihald og maginn, efri partur
þunnu þarmanna mestmegnis með vind, gildu þarmarnir fullir
með dökkgrænt mauk, endaþarmurinn fullur með hörð saurindi
af sama lit; æðarnar í lífholinu blóðlitlar. Ekki fundust sár í þörm-
unum.“
Þessu næst var „rétturinn flutmr að rúmi Guðmundar bónda
Þorsteinssonar hér á bænum, sem nú um 2 daga hefur legið rúm-
fasmr“. Hann bar, að þegar á unga aldri, jafnvel á öðru misseri,
hafi Karólína „lagzt í einhverjum veikindum og frá þeim tíma
hafi hún verið máttlaus vinstra megin og í hvorugan fótinn getað
stigið.* A vitsmunabresti hafi líka borið, einkum eftir að hún fór
að stálpast, og það farið í vöxt með aldrinum. Eftir að hún fór
að stálpast, viti hann ekki til, að hún hafi legið þungar legur.
Seinasta hálfan mánuðinn, sem hún lifði, lýsm sér veikindi hjá
henni þannig, að hún kvartaði iðulega yfir verkjum í maganum,
* Eftir líkskurðarskýrslunni að dæma hefur Karólína mjög sennilega
veikzt af heilahimnubólgu.
51