Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 83
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
greinilegir það sem þeir ná og ber saman í öllum aðalatriðum, en
við þá má ýmsu bæta, sem enn mun reynt verða.
Jóhannes Sigvaldason segir svo frá, að hann brá strax við og
fór að hjálpa til að koma börnunum út um baðstofugluggann á
austurstafninum, en hann getur þess ekki, að sex ára börnin, Sigur-
veig dóttir hans og Sveinn sonur Jakobínu, voru látin detta ofan
í rúmföt, sem kastað hafði verið út á undan, og hefur það verið
áður en séra Tryggvi kom með stigann og reisti hann upp við
þilið. Þeim er þetta báðum ógleymanlegt og ekki ástæða til að
vefengja það. Sveinn hefur látið svo um mælt, að hann hafi orðið
svo hræddur, að óvíst sé, að hann hafi nokkurn tíma beðið þess
bætur. Sigurveig segir, að hún hafi orðið mjög hrædd, en kveður
ekki eins fast að orði og Sveinn. Yngri börnin, Kristmundur og
Hjördís, hafa verið borin niður stigann og hitt fólkið farið um
hann einnig.
Það, sem séra Tryggvi kallar geymsluskála eða skála, var oftast
kallað norðurhús. Var það afþiljað, og sváfu karlmenn þar á
sumrin, en ekki á vetrum, því upphitun var engin. Þegar brann,
var búið að flytja þangað steinolíufat, sem magnað hefur eldinn
til muna. Föt voru geymd þar; héngu á snögum í röð með þiljum.
Egill Benediktsson sá stundum það, sem aðrir sáu ekki. Skömmu
fyrir brunann sá hann konu í norðurhúsinu, er gekk með þiljum
og snerti á sumum flíkum en sumum ekki. A eftir kom það upp,
að hún þreifaði á þeim, sem fóru í brunann.
Séra Tryggvi átti gott bókasafn, þó ekki væri það stórt. Það var
að mestu geymt í austurstofu. Þar voru líka kirkjubækur. Eins og
að framan er skráð, voru bornir út húsmunir og fleira eftir því
sem unnt var, en minnst úr vesturstofu, af því hún var næst eld-
inum. Vesmrstofa var oft kölluð Litlastofa, og presturinn sat þar
oft við skriftir. Dót, sem út var borið, var fyrst látið austan við
stofuþilið, en fljótlega kviknaði í því þar og eyðilagðist sumt.
Prestþjónustubók Mælifells frá 1863 til 1908 brann hálf, var eins
og klippt í sundur um miðju, en aðrar kirkjubækur brunnu ekki,
hvorki Mælifells- eða Goðdalabækur.
Olafur á Starrastöðum getur þess ekki, að hann hafi bjargað
6
81