Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 173
GUÐMUNDUR GAMLI
aftökum setti hann á höfuð sér þunna, mórauða prjónahettu undir
hattinn. Höfuðföt tók hann alltaf ofan, er hann kom inn, kom
þá í Ijós sléttgreitt, sítt hárið. Hann heilsaði öllum með handa-
bandi, en handtakið var fremur laust; sneri lófanum upp. Hann
bar lítt merki mikils vinnuálags, eins og flestir á þeim tímum,
var aldrei í vinnu hjá öðrum, nema við töðuþurrk hjá Sigurði
bónda að eigin frumkvæði, en Sigurður reiddi á hverju sumri 2
væna töðuhesta að litlu hlöðunni hans, og hefur það verið fóður-
bætir fyrir ærnar með síðslegnu útheyi, en Guðmundur var seinn
til að hefja heyskap sinn, og oftast mun Sigurður hafa hvatt hann
til að bera niður. Fyrir seinlæti sitt fékk hann stundum storm á
heyskapinn og tapaði flötu heyi, en aldrei sættu; mun hafa verið
veðurglöggur, því að hann stakk þunga hnausa á sætin í tíma.
Vinna hans var yfirleitt létt og heilsusamleg, snúningar við ærnar
meiri hluta ársins. Hann rúði kind og kind fyrir sveitungana og
kom ullinni til skila. Oft var hann í þeim ferðum fram á slátt.
A haustin var margs konar réttarstúss heima fyrir og í Eyjafjarðar-
sýslu. I Oxnadals- og Hörgárdalsréttir hafði hann farið í áratugi,
var valinn í þau störf vegna frábærrar markakunnáttu sinnar,
enda títt nefndur Marka-Gvendur. Var hann í fjárragi meira og
minna frá göngum til veturnátta. Síðustu 10-15 árin mun hann
lítið hafa stundað langferðir, en gangnaskil hans voru þá ætíð
þau að vaka yfir Silfrastaðarétt nóttina fyrir fyrsta réttardag. Auk
framantalinna verka var Guðmundur sjálfboðinn póstur í mið-
hluta Akrahrepps. Landpósmr fór um tvisvar í mánuði, kom hann
við á Miklabæ, og þangað sótti Guðmundur bréf og blöð og kom
þeim til viðtakenda. Hafði hann stóran vasa á innanverðri mussu
sinni, raðaði þar póstinum og skeikaði aldrei réttri afhendingu,
en hann mun hafa verið ólæs að mestu. Man ég þegar hann kom
með Isafoldarstrangana til Arna bróður míns. Bað hann að lesa
fréttirnar fyrir sig, sérstaklega af Búastríðinu, sem þá stóð yfir.
Lét hann óspart í ljós samúð með Búum, en hafði hörð orð um
framkomu Breta. Síðar las ég fyrir hann, er Arni bróðir var far-
inn, en faðir minn las og útskýrði verzlunarreikning hans árlega.
Var það gjört í framhýsi, og mátti enginn vera þar viðstaddur.
171