Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 89
BRUNINN Á MÆLIFELLI 1921
verði fullgjörð næsta sumar, svo að hún geti heitið laglegt og
sómasamlegt guðshús, er að til þess skortir hana fé að sinni. Sjóður
hennar var, er síðasti fjárhagsreikningur hennar var gjörður í far-
dögum 1890, 2741 kr. 15 a. Þá er þar við bætist það, sem kirkj-
unni safnast að fé til þess er hún verður byggð, verður sjóður
hennar orðinn rúmlega 2800 kr., og þegar þar við er enn lagt
það, sem gjöra má ráð fyrir að fáist fyrir viði í hinni gömlu kirkju,
verða samt eigur hennar, sem hún hefur sér til endurbyggingar,
fyrir innan 3000 krónur. Gjört er ráð fyrir, að hin nýja kirkja
verði höfð 12 áln. á lengd og 9 álnir á breidd og að auki með
kór og forkirkju, sem mikið þykir fara bemr, en eykur nokkuð
kostnaðinn við bygginguna. Auk þess er nauðsynlegt, að viðir í
henni séu sterkir og hún vandlega smíðuð og vel frá henni gengið
sökum veðra, sem hér eru mikil. Eftir því sem flestar kirkjur, sem
mér er kunnugt um, að smíðaðar hafa verið á seinni árum með
líkri stærð og lagi, hafa kostað og eftir því, sem vanir húsasmiðir
álíta, verður mér ekki unnt að láta fullgera kirkjuna fyrir minna
fé en 3500 kr. Það sem þannig hlýtur að vanta á, að kirkjan eigi
sér til endurbyggingar, hefði ég fúslega viljað lána henni sjálfur,
heldur en að smíði hennar yrði ekki fullkomlega lokið, en að
gjöra það nú er mér mjög erfitt og enda ómögulegt, einkum sök-
um þess, að bæjarhús eru hér öll afar gömul og hrörleg, og hef
ég því fast í huga að reyna að byggja bæinn upp næsta ár á eftir
kirkjunni, ef mér endist aldur til.
Sökum þessa leyfi ég mér hér með að snúa mér til hinna háu
stiptsyfirvalda og óska þess, að þau veiti Mælifellskirkju, ef unnt
er, lán úr hinum almenna Kirkjusjóði eða sjái um, að hún fái lán
úr öðrum sjóði, og væri af framangreindum ástæðum óskandi, að
lánið yrði ekki minna en 400—500 krónur, og sömuleiðis, að
borgunarskilmálar og þau kjör önnur, er lánið yrði veitt með,
væru svo væg og haganleg sem við verður komið.
Virðingarfyllst
Mælifelli 29. desember 1891
Jón O Magnússon
Til stiptsyfirvaldanna."
87