Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 20
SIÍAGFIRÐINGABÓK
Sem fyrr getur misstu þau Jón og Guðrún dóttur sína Helgu
árið 1953. Hún var foreldrum sínum mikil stoð þar heima á
Bakka. Hún var dugleg og velvirk, trú í starfi og hjálpsöm, með-
an heilsa entist. Hússtjórn lærði hún á námskeiði í Reykjavík.
A miðjum aldri tók að bera á sjúkleika í ennisholum og fylgdu
miklar höfuðkvalir, þar til hún lézt. Húskveðja hennar var haldin
að Bakka 30. júlí. Veður var bjart og gott, aðeins andvari af hafi.
Þegar í hlað kom, stóð Jón fyrir dyrum úti, vel klæddur að vanda,
en ekki svo glaður og hress sem í annan tíma. Spori vildi fagna
komumönnum, en Jón bandaði við honum hendi, og lagðist hann
þá niður og lét ekki til sín heyra. Allt var kyrrt og hljótt.
Við gengum austur fyrir baðstofuna, þar var logn í skjóli bæj-
arins. Allt var vel slegið og hirt, bær og slétta. Enginn óþarfa
hlutur sjáanlegur. A snyrtilega söguðum rekaviðarbútum stóð
kistan, hvít með gylltum krossi. Undir baðstofuveggnum var tré-
bekkur; Jón leiddi konu sína að bekknum, og sátu þau hjónin
þar fyrir enda kistunnar, meðan húskveðjan fór fram. Söngurinn
ómaði veigalítill undir blárri hvelfingu himinsins. Lóa sat á fjár-
húsvegg og tók undir sönginn angurblíðum tregatón. Spói flaug
yfir og vall hvellum regnboðum. Oll náttúran var sem dýrðleg
kirkja þá kveðjustund.
Síðan var haldið að Viðvík, en þar voru sveitungarnir mættir,
og athöfnin hélt áfram.
Þegar hér var komið, hafði Guðmundur misst heilsuna, svo ekki
var björgulegt til búskapar á Bakka. Var því tekið það ráð að
flytja til Reykjavíkur. Þá var Jón 84 ára, en Guðrún 79-
Með Jóni hvarf einn síðasti bóndi horfinna hátta úr Skagafirði.
Og það var tákn þess tíma, að hann flutti til Reykjavíkur.
Guðrún andaðist 2. janúar 1959, og Jón varð bráðkvaddur í
strætisvagni 20. maí það sama ár. Þau hjón voru jarðsungin í
Reykjavík.
18