Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
inum, svo að blóð rennur út. Síðan er sumum fuglinum fleygt
fram í barka, en meginpartinum afmr í skut. Þá byrja þeir sam-
smndis að egna snörurnar afmr, á sama hátt og fyrr var getið (§2),
og séu gálmur hlaupnar á nokkrar, eiga þær að strjúkast vandliga,
svo þær verði jafnar sem í fyrstunni. Þegar það er búið, og allir
flekarnir eru egndir, kastar formaður þeim út á sömu leið, sem áð-
ur er getið (§9); en meðan verið er að egna þá, andæfa andófs-
mennirnir svo, að ekki hreki eður herði á tróðsunni (því hún er
látin liggja á meðan, ásamt með flekunum og stjóranum),
svo hún slitni ekki, og stjórinn dragist ekki til í botninum, því þá
kynni hann að festast, ef hraun væri fyrir. Þegar menn á áðursagð-
an hátt hafa í fyrsta sinn lagt niðurstöðurnar, er róið í fiskileitir,
hvar þá eru lagðar lóðir, sem helzt er fiskivon. Síðan kippa þeir
innundir eyjuna, hvar mest er hlé; borða þar og blunda um hríð;
en strax og þeir vakna, fara þeir að vitja um niðurstöðurnar.
12
Þegar menn hafa á umgetinn hátt oftsinnis vitjað um niður-
stöðurnar, og lagt þær aftur, taka þeir fuglinn, sem áður hefir
verið fleygt lausum í skipið bæði fram og aftur, þá þeir koma
í náðir innundir eyna, og hafa ekki annað að gjöra, og binda
hann saman í kippur; Þeir bera sig svo að, að tveir og tveir há-
setar setjast á hverja þófm klofvega, einkum þær sem næstar eru
þeim rúmum, er fuglinn liggur í, samt á bitann, og hafa gamalt
færi eða þvíumlíkt, taka þeir þá hver um sig fimm fugla í greip-
ina um hálsinn, leggja þá víxl, og binda um þá; verða þá 10 í
hverri smákippu, en ekki skera þeir færið af við hverja kippuna,
heldur láta það heilt, unz 45 smákippur eru bundnar á eitt band;
°g þegar fuglinn er á téðan hátt samanbundinn, fara menn frá
eyjunni, oftast í miðri viku, hvort vel hefur aflast eður ekki, og
taka þá niðurstöðurnar á heimleiðinni, losa fuglinn og snara, og
bunka flekana, svo sem þá er úr landi var farið. En þegar í land
er komið, er fuglinum skipt í milli hásetanna, skipsins og niður-
staðanna.
166