Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 52
SKAGFIRÐINGABÓK
bjóst til að sjá fyrir henni að fullu og öllu. Saurbæjarhreppi bar
að greiða þriðjung framfærslukostnaðar. Með því að taka á sig
þann skerf, hjó Guðmundur smám saman í skuld sína, því hrepps-
meðlagið var fært honum til tekna fyrir norðan, eftir að Karólína
fór þaðan, og nam það ca. hálfum tólfta ríkisdal árlega.
Þegar Karólína hafði byggt flet sitt í Villinganesi fjögur ár,
fékk hún hvíldina. Það var 17. apríl 1860. Undir eins daginn eftir
tók Snorri prestur Norðfjörð í Goðdölum sér blað og skriffæri
í hönd og ritaði bréf sýslumanni, sem þá var Kristján Kristjánsson,
síðar amtmaður, og sat í Hofstaðaseli. Hann hóf mál sitt á því að
tilkynna „lát vitskerts aumingja, Carolínu Guðmundar Þorsteins-
sonar dóttur á Villinganesi“; nefnir síðan, að Olafur bóndi Guð-
mundsson á Anastöðum hafi tilkynnt sér að „sögur gangi um
meðferð stjúpu hennar, Jóhönnu, á þessum aumingja í matarútlát-
um nú með seinasta og hún muni úr hor dáið hafa“. Prestur óskar
þess, ef sýslumaður kjósi að hreyfa við málinu, að hann tiltaki
menn, sem hefðu vit á að skoða líkið, „því víst væri þetta auðséð,
þar legan ei var lengri en síðan hátíð. Sgr. Ólafur í Litluhlíð sá
stúlkuna lifandi, þá hann fór ofan hjá á næstu helgi, og gætuð
þér komizt í tal við hann hér á auctioninni, en á sunnudaginn er
ásett að grafið verði, og gjöri eg það tafarlaust, komi engin orð-
sending frá yður í millibili".
Sýslumaður fékk bréf þetta samdægurs, brá við þegar og skip-
aði þrjá nefndarbændur líkskoðunarmenn, Svein Guðmundsson
hreppstjóra í Sölvanesi, Ólaf Guðmundsson í Litluhlíð og Pétur
Bjarnason á Reykjum. Þeir skoðuðu lík Karólínu þann 19. apríl
og skrifuðu sýslumanni stutt bréf, áður en þeir riðu úr garði í
Villinganesi. Ekki treystust þeir til að kveða upp úrskurð, en æsktu
„nákvæmari skoðunar af þeim, er betur hafa vit á. Viðkomandi
sóknarpresti höfum við gefið til kynna, að hann mætti ekki syngja
yfir líkinu, fyrr en læknir hefði skoðað það“.
Sýslumaður ritaði nú án tafar Jósep Skaftasyni, héraðslækni á
Hnausum, og fól honum „að fyrirtaka hina nauðsynlegu líkskoð-
50