Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 151
ÚR SKÚFFUHORNI
sig undir búferlin að Sævarlandi í annað hvort skiptið, orti hann
vísu:
Munu svæfast meingjörðir
mínar ævarandi,
ef að gæfan ekur mér
út að Sævarlandi.
Ekki gekk það eftir, því nálægt aldamótunum, þá búsettur á Sauð-
árkróki, rataði Jóhannes „í fjárþröng og leiðindamál. Hvarf, með-
an á því stóð, að líkindum til Vesturheims. Hefur ekkert af hon-
um spurzt“.
27.
Ólafur Ólafsson og Sólveig Sighvatsdóttit nefndust
hjón, sem bjuggu í Villinganesi 1826—51. Ólafur var maður harð-
leikinn. Hann átti bróður, sem Vigfús hét og var aumingi til vits-
muna, en Ólafur notaði hann samt óspart, lét hann meðal annars
flytja tað á túnið: batt kláf á bak honum, gekk svo með og hleypti
niður úr.
Ólafur var þrjómr við konu sína. Einu sinni voru þau að heyja
í flóasundi fyrir neðan túnið, og var Sólveig þá komin að falli.
Ólafur hafði á henni strangar gætur, að hún liti ekki upp frá
rakstrinum, en þó kom þar, að hann sneri við henni baki smá-
stund, og var hún þá ekki sein á sér, tók til fótanna og var komin
upp í varpann, þegar hann sá til hennar. Hann tók sprettinn heim
á eftir henni og inn í bæ. Þá var Sólveig lögzt upp í rúm og byrjuð
að hljóða. Ólaf'ur mælti af þjósti: „Ja nú hefði ég barið þig, ef
svona hefði ekki staðið á.“
Eftir að Ólafur þessi fór frá Villinganesi, bjó hann um sig í
beitarhúsum fyrir ofan Þorsteinsstaði. Húsin stóðu á höfða í Eggj-
unum og er í honum klapparhaft. Þar hét Hnúta, og var Ólafur
þá kallaður Hnútu-Láfi.
149