Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 186
ATHUGASEMDIR
Sem fyrr er ritstjórninni kært að birta athugasemdir eða leiðréttingar,
þar sem þess er þörf, en ekki er hirt um meinlitlar prentvillur.
II, bls. 117. I kvæðinu Sveinki, eftir Bjarna Halldórsson á Uppsölum,
stendur í 4. erindi, 2. línu: „tyllti reipi í þurrkuð heyin“, en þar á að
vera: „. . . á þurrkuð heyin".
V, bls. 167. Hér er sagt, að Sigurður Arnason hafi verið síðasti ábú-
andi á Skálahnjúk, en svo var ekki, því þar var búið í rúm 30 ár eftir
að hann hvarf þaðan.
VI, bls. 221. Efst á þessari síðu (í nafnaskrá) hefur slæðst inn sú
villa, að Tómas Tómasson er sagður á Selnesi, en það á vitaskuld að
vera Hvalnesi, eins og sést á bls. 146, sem til er vitnað. Hér er um að
ræða hinn merka ættföður Hvalnesættar, sem einnig er stundum kennd-
ur við Nautabú, þar sem hann bjó áður.
VII, bls. 52. I kvæði Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli,
í efsta erindi á þessari síðu, í næst síðustu línu, stendur: „þó var innst
og yzt hann bæri“, en á að vera: „þó að innst og yzt“ o.s.frv.
VII, bls. 79. Ingvar Eiríksson, fyrrum bóndi á Merkigili, bendir á, að
þegar S. L. Tuxen nefnir Brunabrekkulæki eigi hann við Brunwabrekku-
læki. Sú sögn er til, að Guðmundur biskup góði hafi vígt þessa brunna.
VII, bls. 116. Una Pétursdóttir, Kambsvegi 3, Reykjavík, leiðréttir
nafn langömmu sinnar, konu séra Gríms Grímssonar á Barði, sem getið
er í tilvitnun í Sögu frá Skagfirðingum. Hér er hún nefnd Helga, en
hét Ingibjörg Jósefsdóttir, Jósefssonar í Hvammi í Eyjafirði. Þau prests-
hjón voru systkinabörn, þar sem Grímur var sonur Sigurlaugar, systur
Jósefs. (Sbr. og leiðréttingu í Sögu frá Skagfirðingum IV, bls. 159.)
VII, bls. 168. Misfarið er með ártöl um sundiðkun í Fljótum. Sund-
kennsla hefst, að tilhlutan sýslunefndar, við Lambanesreykjaiaug vorið
1891, og við Barðslaug vorið 1895. Þetta kemur ótvírætt fram í gjörða-
bók sýslunefndar, og auk þess fleiri heimildum. Þá finnast heimildir
184