Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 49
KARÓLÍNA KROSSINN BER
II
ÖrlÖG hinnar guðsvoluðu stúlku, Karólínu Guðmunds-
dóttur, sem krossinn bar með sút, gengu mér hjarta nær, þegar ég
hafði hlýtt sögu Sigurðar á Borgarfelli. Þótt harmkvælafólk eigi
jafnan bágt hvar sem er í heiminum, var þessi saga um eitt óvenju-
legt dæmi þess, hérlent: líkskurður heima á íslenzkum sveitabæ,
einhvern tíma á næstliðinni öld, átti að sanna eða afsanna með-
ferð á vesalingi. Með mér kviknaði forvitni að grafast fyrir sann-
gildi þeirra munnmæla. Um leið byðist tækifæri til að skyggnast
í eðli sagnageymdar. Ég vissi engin skil á Guðmundi bónda í
Villinganesi, né hafði heyrt Karólínu nefnda; Jón í Villinganesi
var eina persónan, sem ég kannaðist við, og þó af litlu einu. Ég
gáði í kirkjubækur, hreppsbækur, dómsmálabækur og nokkrar
fleiri heimildir. Hér fara á eftir meginatriðin, sem höfðust upp úr
þeim krafstri.
Guðmundur í Villinganesi, faðir Karólínu, var eyfirzkur maður,
fæddur 22. apríl 1807, son Þorsteins Þorsteinssonar og Sigríðar
Guðmundsdóttur á Kerhóli í Sölvadal. Ekki síðar en 1840 sezt
hann að í framanverðum Skagafirði, kemur þá ókvongaður að
Litladalskot, óvíst hvaðan, „var vistlaus“ segir kirkjubókin.* Hinn
18. september 1847 fæddist Jón sonur hans. Guðmundur var þá
vinnumaður á Lýtingsstöðum, en barnsmóðirin, Marín Oddsdóttir
frá Giljum í Vesmrdal, hjú á Syðsta-Vatni. Guðmundur kvæntist
22. nóvember 1849, til húsa á Tunguhálsi. Brúður hans hét Ragn-
hildur Jónsdóttir, fráskilin kona skagfirzk og mjög af blómaskeiði,
fædd rétt upp úr móðuharðindum og því vel tuttugu árum eldri
en Guðmundur. Þau settu bú í Villinganesi 1850, og urðu sam-
farir þeirra stuttar, Ragnhildur dó í desembermánuði árið eftir.
Guðmundur náði sér brátt í aðra konu skagfirzka, Jóhönnu Sig-
# I Sögu frá Skagfirðingum við árið 1844 getur Einar Bjarnason Guð-
mundar stuttlega. Hann er þá sagður frá Litladalskoti og „í sterkara
lagi og nokkuð svakafenginn við öl“.
47