Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 66
SKAGFIRÐINGABÓK
starfi og góður tími til að athuga og ditta að því, sem slitnaði.
A miklu valt, að allir hlutir væru í góðu lagi. Þegar vont var,
rok, flóð og kvika, reyndi mjög á allan útbúnað og þá einnig á
ferjumanninn. Hann varð að sjá fyrir öllu og mátti aldrei bila,
hvað sem fyrir kom. Þá átti hann víst traust allra, sem yfir þurfm
að komast við misjafnar aðstæður.
Aðbúðin var náttúrlega fyrir neðan allar hellur. Aldrei hafði
verið til þarna neitt afdrep fyrir ferjumann að hafast við í, þegar
á milli varð, eða hann beið fram á nótt eftir ferðafólki, nema
gamla sjóbúðin frá Nesi, gerð úr torfi og grjóti. Uppreftið í þak-
inu óunninn rekaviður beint úr fjörunni, ein gluggabora á suður-
hliðinni; einföld hurð á vesmrstafni vissi að Osnum. Lengsmm
var sú hurð sperrt opin, annars næstum myrkur inni. Kofi þessi,
sem kallaður var Byrgi, var upphaflega gerður til að geyma veiðar-
færi frá þeim tíma, að útræði og selveiðar voru stundaðar frá
Osnum, áður en lögferja kom þar. Augljóst mátti vera, að slíkur
aðbúnaður yrði ofraun heilsu flestra manna, vitandi það, að oft
var ferjumaður þreyttur og blautur, mest þegar veðrin voru verst.
Því var, að ég sótti um leyfi til sýslunefndar að mega byggja mér
lítið byrgi þarna við Ösinn vegna starfsins, og það merkilega skeði,
að leyfið fékkst fyrirstöðulaust. Eg byggði svo byrgið, gerði það
bjart og hlýtt, hitaði upp þegar kalt var, hafði þarna borð og sæti
og rúm, sem hægt var að hvílast í, og fékk mér bækur að lesa,
þegar tími vannst til. Þetta var allt annað líf, en auðvitað gerði
ég þetta á minn eigin reikning. Áður var ferjumaðurinn eigin-
lega eins og hver annar útigangshesmr. Þegar kunningjarnir
spurðu mig, hvað þetta hefði kostað, svaraði ég því til: „Það kost-
aði það að brjóta gamlar venjur.“
En hinar gömlu venjur voru víðar á undanhaldi. Umferðin fór
vaxandi og ferjan tafði nokkuð ferðalagið. Það var að verða
óhjákvæmilegt að byggja brú á ósinn, þótt dýrt væri. Hún kostaði
eitthvað yfir 100 þúsund krónur, og það var mikið fé árið 1925,
líklega nálægt því að vera jafnvirði 500 milljóna króna 1976.
64