Skagfirðingabók - 01.01.1979, Blaðsíða 163
UM FUGLAVEIÐINA VIÐ DRANGEY
síðan lokkinum í tvo aðra jafnlanga og digra, snúa þá báða hvörn
um sig svo hratt, að þegar þeir eru lagðir saman, hlaupi snúðurinn
fram á enda, og hnýta svo hnút fyrir framan; klippa síðan lausu
hárin af endanum, og egna snöruna, sem fyrr var getið. Helzt á
að velja í snörurnar stinnt hár, og þess vegna er taglhár miklu
betra en faxhár, sem aldrei er brúkað, utan þegar taglhár fæst
ekki; því þegar flekarnir eru lagðir egndir á sjóinn, þá gefur
sjódrifið yfir þá, hvörsu lítið sem það er, og ef snörurnar eru þá
ekki stinnar, bælast þær niður, og verður egningin svo ónýt, að
engi fugl festist í. Því hefi eg og heyrt formenn við Drangey
sækjast mest eftir taglhári af graðhesmm, sem því stinnasta og
besta; vegna þess er það og heldur tekið af lifandi en dauðum
hestum. Það er og athugandi, að því linara sem hárið er, því
vandaðri og harðari má snúðurinn vera; og því strjúka menn
báðar álmurnar, að ekki hlaupi gálmur á.
3
Flekaböndin (d) eru fléttuð úr hrosshári, að digurð sem mjótt
reiptagl, eður digurt taumband, hvert um sig hérum fimm álna
langt, með legg eða spýtu (e) á endanum; með þeim eru flekarnir
bundnir saman, á þann hátt, að öðrum enda bandsins er smeygt
inn í gatið, sem er á miðjum flekaokanum, og svo dregið til,
þangað til stendur fyrir á leggnum eða spýmnni. Síðan er þeim
spýtulausa endanum hnýtt í gatið á öðrum flekaoka, og búið svo
um, að ekki rakni. Menn plaga smndum að vefja flekaböndin
upp við legginn, hvar á þeim mæðir í okagatinu, því annars er
hætt við, að þau núist þar í sundur.
4
Flekakeflin (f) eru litlar hnyðjur eður ræmr af rekatrjám;
eru þær helzt valdar til þess, því sjórinn gengur sízt í þær, og
þær fljóta viða bezt; lítils varðar hvörsu þær eru lagaðar, og því
láta menn þær oftast halda sínum náttúrliga skapnaði. A hvörja
n
161