Hugur - 01.01.2016, Síða 23
Skylduboðið um að veita athygli 23
löngu eftir að Fullveldi hins Góða var birt sjáum við W. H. Auden skrifa í The
Episcopalian að:
Sem mótefni við drambi, hefur maðurinn verið gæddur getunni til að
biðja, athöfn sem á ekki að einskorða við hina þröngu trúarlegu merk-
ingu þess orðs. Það að biðja er að beina athyglinni að, eða eigum við að
segja, að „hlusta“ á einhvern eða eitthvað annað en sig sjálfan.
Ætíð þegar maður einbeitir sér á þann hátt – hvort sem það er að
landslagi eða ljóði eða þraut í rúmfræði eða átrúnaðargoði eða hinum
sanna Guði – að hann gleymir sínu eigin sjálfi og þrám algjörlega með
því að hlusta á það sem hinn er að segja honum, er hann að biðja. Val
athyglinnar – að veita þessu athygli og hundsa hitt – hefur sömu þýðingu
fyrir hið innra líf og athafnaval hefur fyrir hið ytra. Maðurinn er ábyrgur
gjörða sinna í hvoru tilfelli fyrir sig og þarf að taka afleiðingunum. Eins
og Ortega y Gasset sagði: „Segðu mér hverju þú veitir athygli og ég skal
segja þér hver þú ert.“ Helsta hlutverk kennarans er að kenna börnum
aðferðina að biðja, í veraldlegu samhengi.12
Það er eftirtektarvert að bæði Murdoch og Auden tengja staðhæfingar sínar um
gildi athygli sem minnir á bæn við frekari fullyrðingar um siðmennt og að fyrir
báða þessa rithöfunda telst ‘siðmennt’ – ekki sem ævilöng framsókn í átt að hlut-
lausari hugmynd um skilyrði siðfræðinnar – heldur enn fremur sem iðja sem er
eiginleg athöfnum skólastofunnar. Tilgangur þeirra er ekki að skilja gildi boðorða
sunnudagaskólans. Hann er að útskýra siðferðilega vídd þeirrar menntunar sem
skólastofan hefur upp á að bjóða á almennari hátt. Í „Fullveldi ,hins góða‘ gagn-
vart öðrum hugtökum“ lýkur Murdoch umfjöllun sinni um lærdóm og fræði-
mennsku með því að segja að:
Þegar Platon gerði stærðfræði að konungi τεχνη taldi hann að stærð-
fræðileg hugsun leiddi hugann frá efnisheiminum og gerði honum kleift
að skynja nýjan veruleika, sem er afar ólíkur hversdagslegri ásýnd. Og
maður gæti ályktað að aðrar fræðigreinar, saga, textafræði og efnafræði,
kynntu okkur fyrir nýrri gerð viðfangsefnis og sýndu okkur nýjan raun-
veruleika handan sýndarinnar. Þessi fræðistörf eru ekki aðeins æfing í
dygð, heldur má hugsa þau sem kynningarmyndir fyrir hið andlega líf.13
Annars staðar segir Murdoch svipaða hluti um gildi tungumálanáms.14
Jafnvel þótt þessar staðhæfingar um hlutverk athyglinnar í siðferðilegum fram-
förum fari lengra en niðurstaða rökræðunnar sem gefin var til kynna á lokasíð-
um Menóns, eru þær staðhæfingar sem eru samt sem áður skyldar þeim atriðum
sem Menón kynnir til leiks. Sókrates og Menón byrja að íhuga spurninguna um
12 Auden 1974, tilvitnun í Hecht, 2003: 139.
13 Murdoch 1970: 88.
14 Murdoch 1970: 87; Murdoch 1992: 23, 478.
Hugur 2017-6.indd 23 8/8/2017 5:53:15 PM