Hugur - 01.01.2016, Side 24

Hugur - 01.01.2016, Side 24
24 Christopher Mole hvernig gildi þekkingar sé frábrugðið gildi sannrar skoðunar eftir leiðum sem hefjast við tilraunir þeirra til að komast til botns í því hvernig hægt sé að öðlast dygð. Sú er spurningin sem Sókrates forðast með dei ex machina-umleitan sinni. Þeir nálgast þessa spurningu í gegnum spurninguna um samband dygðarinnar við þekkingu vegna þess að ef dygðin er einhvers konar þekking, þá gera Sókrates og Menón báðir ráð fyrir því að það ætti að vera hægt að öðlast dygð á sama hátt og yfirleitt er hægt að öðlast þekkingu – með námi. Og ef dygð er einhvers konar þekking er kannski hægt að skilja gildi dygðarinnar sem eina gerð þekkingar- fræðilegs gildis. Útskýringin á því hvers vegna dygð er æskilegri en löstur gæti þá verið sérstakt tilfelli fyrir tilgátu okkar um það hvers vegna þekking er æskilegri en vanþekking. Deilt er um horfurnar á því að færa fram slíka útskýringu þegar Sókrates og Menón grennslast fyrir um hvort hægt sé að kenna dygð. Með þeirri eftirgrennslan eru þeir að freista þess að komast að því hvort gildi þekkingar sé nægilega mikið til þess að innihalda gildi dygðarinnar, þannig að það að vera dygðum prýddur standi á þekkingarfræðilegum grunni, sem einstök leið til þess að skilja sannleikann. Þetta atriði hefur verið dregið sérstaklega fram í fyrri hluta samræðunnar, þegar Sókrates segir að ef til er þar fyrir utan eitthvað annað gott sem ekki er þekking, þá gæti það skeð að dygð sé ekki þekking. En ef ekkert gott er til sem þekking yfirgrípi ekki, væri þá ekki sá grunur okkar réttur að hún [dygðin] sé einhvers konar þekking? (87d) Horfa ætti á hugmyndirnar um athygli, sem við sjáum ýjað að í lok Menóns, með hinni daídalísku samlíkingu Sókratesar, í samhengi við kjarnahugmyndir samræðunnar um þekkingu og dygð. Með því að hugleiða hvort dygð sé tegund þekkingar, er Sókrates að íhuga sterka fullyrðingu sem gæti virst frekar ólíkleg. Það væri nógu sennilegt að ímynda sér að grimm, huglaus eða smásálarleg manneskja hafi ólíka þekkingarfræðilega stöðu gagnvart þeirri sem er samúðarfull, hugrökk eða höfðingleg, en það er ekki eins sennilegt að halda því fram að munurinn á milli þeirra, hvað dygð varðar, felist í ólíkri þekkingarfræðilegri stöðu, þannig að hin dygðuga manneskja sé dygðug einfaldlega vegna þess að hún er í betri þekkingarfræðilegri stöðu heldur en sú siðlausa með tilliti til ákveðinna staðreynda. Ein ástæða til þess að finnast þetta ósennilegt er sú að oft er hægt að beita þekkingu á svívirðilegan hátt, jafnvel þegar um er að ræða þekkingu á staðreyndum sem myndi hreyfa við dygðugri mann- eskju. Það er ekki nóg að vita að aðrir þjáist til þess að vera góðhjartaður. Maður verður bæði að vita og sýna umhyggju. Það eitt að bæta nokkrum fullyrðingum við „hlutir sem teljast sannir“-listann okkar virðist ekki nægja til þess að umbreyta grimmri manneskju í brjóstgóða. Hins vegar ætti ekki að slá samsvörun dygðar við þekkingarfræðilegt ágæti út af borðinu. Hugmyndin sem gefin er til kynna með daídalísku samlíkingunni gefur nákvæmari og verjanlegri túlkun til kynna. Samanburðurinn á þekkingu og réttri skoðun hefur minnt okkur á það að manneskjan sem veit og manneskjan Hugur 2017-6.indd 24 8/8/2017 5:53:15 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.