Hugur - 01.01.2016, Síða 24
24 Christopher Mole
hvernig gildi þekkingar sé frábrugðið gildi sannrar skoðunar eftir leiðum sem
hefjast við tilraunir þeirra til að komast til botns í því hvernig hægt sé að öðlast
dygð. Sú er spurningin sem Sókrates forðast með dei ex machina-umleitan sinni.
Þeir nálgast þessa spurningu í gegnum spurninguna um samband dygðarinnar
við þekkingu vegna þess að ef dygðin er einhvers konar þekking, þá gera Sókrates
og Menón báðir ráð fyrir því að það ætti að vera hægt að öðlast dygð á sama hátt
og yfirleitt er hægt að öðlast þekkingu – með námi. Og ef dygð er einhvers konar
þekking er kannski hægt að skilja gildi dygðarinnar sem eina gerð þekkingar-
fræðilegs gildis. Útskýringin á því hvers vegna dygð er æskilegri en löstur gæti þá
verið sérstakt tilfelli fyrir tilgátu okkar um það hvers vegna þekking er æskilegri
en vanþekking. Deilt er um horfurnar á því að færa fram slíka útskýringu þegar
Sókrates og Menón grennslast fyrir um hvort hægt sé að kenna dygð. Með þeirri
eftirgrennslan eru þeir að freista þess að komast að því hvort gildi þekkingar sé
nægilega mikið til þess að innihalda gildi dygðarinnar, þannig að það að vera
dygðum prýddur standi á þekkingarfræðilegum grunni, sem einstök leið til þess
að skilja sannleikann. Þetta atriði hefur verið dregið sérstaklega fram í fyrri hluta
samræðunnar, þegar Sókrates segir að
ef til er þar fyrir utan eitthvað annað gott sem ekki er þekking, þá gæti
það skeð að dygð sé ekki þekking. En ef ekkert gott er til sem þekking
yfirgrípi ekki, væri þá ekki sá grunur okkar réttur að hún [dygðin] sé
einhvers konar þekking? (87d)
Horfa ætti á hugmyndirnar um athygli, sem við sjáum ýjað að í lok Menóns,
með hinni daídalísku samlíkingu Sókratesar, í samhengi við kjarnahugmyndir
samræðunnar um þekkingu og dygð.
Með því að hugleiða hvort dygð sé tegund þekkingar, er Sókrates að íhuga sterka
fullyrðingu sem gæti virst frekar ólíkleg. Það væri nógu sennilegt að ímynda sér að
grimm, huglaus eða smásálarleg manneskja hafi ólíka þekkingarfræðilega stöðu
gagnvart þeirri sem er samúðarfull, hugrökk eða höfðingleg, en það er ekki eins
sennilegt að halda því fram að munurinn á milli þeirra, hvað dygð varðar, felist
í ólíkri þekkingarfræðilegri stöðu, þannig að hin dygðuga manneskja sé dygðug
einfaldlega vegna þess að hún er í betri þekkingarfræðilegri stöðu heldur en sú
siðlausa með tilliti til ákveðinna staðreynda. Ein ástæða til þess að finnast þetta
ósennilegt er sú að oft er hægt að beita þekkingu á svívirðilegan hátt, jafnvel þegar
um er að ræða þekkingu á staðreyndum sem myndi hreyfa við dygðugri mann-
eskju. Það er ekki nóg að vita að aðrir þjáist til þess að vera góðhjartaður. Maður
verður bæði að vita og sýna umhyggju. Það eitt að bæta nokkrum fullyrðingum
við „hlutir sem teljast sannir“-listann okkar virðist ekki nægja til þess að umbreyta
grimmri manneskju í brjóstgóða.
Hins vegar ætti ekki að slá samsvörun dygðar við þekkingarfræðilegt ágæti út
af borðinu. Hugmyndin sem gefin er til kynna með daídalísku samlíkingunni
gefur nákvæmari og verjanlegri túlkun til kynna. Samanburðurinn á þekkingu og
réttri skoðun hefur minnt okkur á það að manneskjan sem veit og manneskjan
Hugur 2017-6.indd 24 8/8/2017 5:53:15 PM