Hugur - 01.01.2016, Page 27
Skylduboðið um að veita athygli 27
spurningar upp á líf og dauða. Platon minnir okkur á þetta í viðeigandi hluta
Menóns með því að láta Anytos fara með nokkrar ógnandi setningar – ákæranda
við réttarhöld Sókratesar – persónu sem er aðeins í bakgrunninum það sem eftir
lifir samræðunnar. Spurningin um siðmennt var engu að síður lífsnauðsynleg fyrir
Weil en lög Vichy-stjórnarinnar sem héldu gyðingum frá kennslustöðum bundu
enda á kennsluferil hennar. Mikilvægi þessa er hægt að draga enn betur fram í
dagsljósið ef við setjum ummælin hér að ofan fram í upprunalegu samhengi sínu:
Skáldið skapar hið fagra með því að beina athygli sinni að einhverju
raunverulegu. Hið sama gildir um kærleiksgjörð. Að vita að þessi svangi
og þyrsti maður eigi sér jafn raunverulega tilveru og ég – það er nóg, hitt
kemur að sjálfu sér.
Hin sönnu og hreinu gildi í athöfnum manneskju – sannleikur, fegurð
og gæska – eru afurðir einnar og sömu gjörðarinnar, ákveðinnar beitingar
fullrar athygli að viðfanginu.
Kennsla ætti ekki að hafa neitt annað markmið en undirbúning, með
þjálfun athyglinnar, fyrir möguleika slíkrar gjörðar.
Allir aðrir kostir kennslu skipta engu máli.19
Jafnvel þótt síðasta setningin sé vissulega ýkt, ættum við ekki að efast um hversu
einlæg sannfæring Weil er um að áhrif menntunar á athyglina skipti mestu máli.
Rétt eins og Murdoch og Auden, tengir hún mikilvægi þessa við gildi bænarinnar:
Þar sem bænin er aðeins athygli í sinni tærustu mynd og lærdómur
tegund athyglis-leikfimi, ætti hver skólaæfing fyrir sig að vera ljósbrot
hins andlega lífs. Hún verður að innihalda aðferð. Ákveðinn háttur við
að semja latneskan texta, ákveðin leið við að fást við erfitt úrlausnarefni
í rúmfræði (og ekki bara hvaða leið sem er), búa til kerfi æfinga sem er
hannað til þess að veita athyglinni meiri hæfni til þess að biðja.20
Það er ekki tilviljun að Auden, Weil og Murdoch notuðu allar hugmyndir sín-
ar um gildi athyglinnar við það að útskýra gildið sem felst í þeirri hefðbundnu
menntun sem þau hljóta í skólastofunni. Það er ekkert óeðlilegt við það að vekja
upp spurningu um gildi menntunar í þessu samhengi, þar sem hægt er að hugsa
um hana á skurðpunkti ráðgátunnar um þekkingu og sanna skoðun sem við byrj-
uðum að fást við. Sókrates kynnti samlíkingu við styttur Daídalosar til sögunnar
þegar Menón átti í erfiðleikum með að gera grein fyrir þeirri virðingu sem hann
vildi sýna þekkingu umfram skoðun, jafnvel eftir að árangurinn sem er gjarn á að
fylgja henni hafði verið tekinn út úr jöfnunni. Til er önnur samhliða ráðgáta um
hvort við getum gert grein fyrir virðingunni sem við viljum sýna menntun, jafnvel
eftir að gildi þekkingarinnar sem hlýst af henni hefur verið tekið út fyrir sviga.
Síðarnefnda ráðgátan hefur orðið áríðandi áratugina síðan Murdoch, Auden og
19 Weil 1986: 214.
20 Weil 1986: 214-5.
Hugur 2017-6.indd 27 8/8/2017 5:53:16 PM