Hugur - 01.01.2016, Síða 27

Hugur - 01.01.2016, Síða 27
 Skylduboðið um að veita athygli 27 spurningar upp á líf og dauða. Platon minnir okkur á þetta í viðeigandi hluta Menóns með því að láta Anytos fara með nokkrar ógnandi setningar – ákæranda við réttarhöld Sókratesar – persónu sem er aðeins í bakgrunninum það sem eftir lifir samræðunnar. Spurningin um siðmennt var engu að síður lífsnauðsynleg fyrir Weil en lög Vichy-stjórnarinnar sem héldu gyðingum frá kennslustöðum bundu enda á kennsluferil hennar. Mikilvægi þessa er hægt að draga enn betur fram í dagsljósið ef við setjum ummælin hér að ofan fram í upprunalegu samhengi sínu: Skáldið skapar hið fagra með því að beina athygli sinni að einhverju raunverulegu. Hið sama gildir um kærleiksgjörð. Að vita að þessi svangi og þyrsti maður eigi sér jafn raunverulega tilveru og ég – það er nóg, hitt kemur að sjálfu sér. Hin sönnu og hreinu gildi í athöfnum manneskju – sannleikur, fegurð og gæska – eru afurðir einnar og sömu gjörðarinnar, ákveðinnar beitingar fullrar athygli að viðfanginu. Kennsla ætti ekki að hafa neitt annað markmið en undirbúning, með þjálfun athyglinnar, fyrir möguleika slíkrar gjörðar. Allir aðrir kostir kennslu skipta engu máli.19 Jafnvel þótt síðasta setningin sé vissulega ýkt, ættum við ekki að efast um hversu einlæg sannfæring Weil er um að áhrif menntunar á athyglina skipti mestu máli. Rétt eins og Murdoch og Auden, tengir hún mikilvægi þessa við gildi bænarinnar: Þar sem bænin er aðeins athygli í sinni tærustu mynd og lærdómur tegund athyglis-leikfimi, ætti hver skólaæfing fyrir sig að vera ljósbrot hins andlega lífs. Hún verður að innihalda aðferð. Ákveðinn háttur við að semja latneskan texta, ákveðin leið við að fást við erfitt úrlausnarefni í rúmfræði (og ekki bara hvaða leið sem er), búa til kerfi æfinga sem er hannað til þess að veita athyglinni meiri hæfni til þess að biðja.20 Það er ekki tilviljun að Auden, Weil og Murdoch notuðu allar hugmyndir sín- ar um gildi athyglinnar við það að útskýra gildið sem felst í þeirri hefðbundnu menntun sem þau hljóta í skólastofunni. Það er ekkert óeðlilegt við það að vekja upp spurningu um gildi menntunar í þessu samhengi, þar sem hægt er að hugsa um hana á skurðpunkti ráðgátunnar um þekkingu og sanna skoðun sem við byrj- uðum að fást við. Sókrates kynnti samlíkingu við styttur Daídalosar til sögunnar þegar Menón átti í erfiðleikum með að gera grein fyrir þeirri virðingu sem hann vildi sýna þekkingu umfram skoðun, jafnvel eftir að árangurinn sem er gjarn á að fylgja henni hafði verið tekinn út úr jöfnunni. Til er önnur samhliða ráðgáta um hvort við getum gert grein fyrir virðingunni sem við viljum sýna menntun, jafnvel eftir að gildi þekkingarinnar sem hlýst af henni hefur verið tekið út fyrir sviga. Síðarnefnda ráðgátan hefur orðið áríðandi áratugina síðan Murdoch, Auden og 19 Weil 1986: 214. 20 Weil 1986: 214-5. Hugur 2017-6.indd 27 8/8/2017 5:53:16 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.