Hugur - 01.01.2016, Síða 36

Hugur - 01.01.2016, Síða 36
36 Jón Ásgeir Kalmansson forngríska orðinu yfir sjón sé „að sjá í undrun“ eða að „undrast yfir sýn“.31 Tengslin eru sömuleiðis skýr milli latneska orðsins yfir undrun, admirare, og þess að sjá, en orðstofninn mír vísar til sjónar. Þess vegna vísa ensku orðin admiration (aðdáun), marvel (undur) og miracle (kraftaverk) öll til þess sem séð er í undrun. Að sjá í undrun felur í sér visst hugarástand. Þannig gefur umræða Wittgen- steins til kynna að andstæða undrunar sé svefn. Undrun er því í eðli sínu ástand sem felur í sér árvekni eða vökulan huga. Árvekni í þessu samhengi þýðir ekki bara að maður sé úthvíldur og geti einbeitt sér að einhverju verki, eins og að aka bifreið eða leysa krossgátu. Sú athygli sem fólgin er í undrun er af öðru tagi. Við getum sagt að hún varði það fremur hvernig við gætum að hversdagsleikanum. Eftirfarandi setning Wittgensteins tjáir þessa hugsun: „Hið leyndardómsfulla er ekki hvernig heimurinn er heldur að hann er.“ Ekkert er hversdagslegra en tilvistin, við göngum yfirleitt að henni sem vísri. Við rekum alla jafna ekki upp stór augu yfir því að ský skuli vera á himni, ljósastaurar úti á götu, eða grænt gras úti á túni. Við lítum almennt á slíka hluti sem sjálfsagða. Tilvistin er að þessu leyti eins og bakgrunnssuðið í ísskápnum sem við erum fyrir löngu hætt að taka eftir. Og þó minna orð Wittgensteins okkur á að ekkert er eins fjarri því að vera sjálfsagt og sjálf tilvistin. Hugtakið „leyndardómur“ í orðum Wittgensteins vísar á eitthvað óútskýrt og óskiljanlegt – eitthvað sem er þess vegna undravert og kraftaverki líkast. Hvers vegna er eitthvað til yfirhöfuð? Hvers vegna er ekki bara algert tóm.32 Brenni slíkar spurningar raunverulega á manni, opna þær um leið nýja sýn á hversdagsleikann, setja hann í allt annað samhengi en við höfum yfirleitt tamið okkur að setja hann í. Undrun felur í sér ferska skynjun á hlutunum vegna þess að við skynjum þá í annarri vídd eða með öðrum bakgrunni en við erum vön. Ég mun víkja aftur að leyndardómshugtakinu í næsta undirkafla, en hér er rétt að leggja á það áherslu að „leyndardómur“ í þessu samhengi vísar ekki til leyndra dóma sem einungis innvígðum hópi er veittur aðgangur að meðan aðr- ir mega éta það sem úti frýs. Leyndardómurinn er ekki leyndarmál heldur þvert á móti opinn og aðgengilegur öllum. Við þurfum einungis að opna augun. Hann er eins og svipur andarinnar í teikningunni. Ekkert felur hann annað en okkar eigin afstaða eða blinda. Það þýðir á hinn bóginn ekki að okkur reynist yfirleitt auðvelt að koma auga á hann. Öðru nær. Svo virðist sem ýmislegt í menningu okkar og okkar eigin eðli geri okkur erfitt að bera kennsl á hann.33 Eða eins og sellóleik- arinn kunni, Pablo Casals, orðar það í endurminningum sínum: „Fegurðin er alls staðar nálæg en hve margir eru blindir! Þeir líta undur þessarar jarðar og virðast ekki sjá neitt.“34 31 Quinn 2002: 6. 32 Hjá Leslie og Kuhn 2013 má finna umfjöllun heimspekinga og vísindamanna um spurningar sem þessar. 33 Hér má til dæmis vísa í kunna greiningu Max Weber í „Starf fræðimannsins“ á því hvernig sá kerfis- og rökbundni skilningur sem einkennir nútíma vísindi sneiðir algerlega hjá leyndardómi og töfrum veraldarinnar. Sjá Weber 2011. 34 Casals 1970. Hugur 2017-6.indd 36 8/8/2017 5:53:19 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.