Hugur - 01.01.2016, Page 42

Hugur - 01.01.2016, Page 42
42 Jón Ásgeir Kalmansson og fordómalaus fyrir veruleikanum.49 Theoria er það sem Pieper nefnir hin „gullna þögn heimspekinnar“ vegna þess að hugurinn er næmastur þegar hann tileinkar sér „afstöðu algerrar og móttækilegrar þagnar“ andspænis öllu sem er.50 Hún er með öðrum orðum áköf og algerlega einbeitt hlustun eða hlýðni. Pieper lýsir henni meðal annars með eftirfarandi orðum: Hún þiggur mátt sinn frá þeirri skuldbindingu sem á rætur í innsta kjarna sálarinnar, í raun frá þeirri ástríðufullu viðleitni að fara ekki á mis við neina vídd í heild alls sem er. Á sama tíma er auðvitað enginn vafi á því að þessi heild verður aldrei að fullu þekkt; samt sem áður má aldrei útiloka, breiða yfir, gleyma eða bæla neitt af henni vitandi vits. Þessi mót- tækileiki fyrir heildinni er sannarlega einhvers konar einkennismerki; hann einkennir, sem differentia specifica (það sem greinir eitthvað frá öllu öðru), alla sanna heimspeki.51 Sérkenni heimspekilegrar rannsóknar er samkvæmt þessu móttækileikinn fyrir öllum víddum veruleikans. Andinn í gagnrýninni heimspekilegri hugsun er sam- kvæmt sjónarmiði Piepers annar en andinn í gagnrýninni vísindalegri hugsun. Í vísindum eru „heil svið veruleikans gagngert álitin ,engu skipta‘ alveg frá upp- hafi“.52 Árangur vísindastarfs er beinlínis tilkominn vegna þess að vísindamenn skoða óendanlega flókinn veruleikann undir alveg tilteknu sjónarhorni en gefa öðrum sjónarhornum lítinn eða engan gaum. Þetta geta heimspekingar á hinn bóginn ekki leyft sér ef þeir vilja vera trúir hinum heimspekilega kjarna, sem er afstaða algerrar og móttækilegrar þagnar andspænis veruleikanum í heild. Er veruleikaskilningur af því tagi sem ég hef gert hér að umtalsefni raunhæfur í nútímanum? Eða er tómt mál að tala um að veruleikinn sé leyndardómsfull ofgnótt nú á dögum? Ófáir kynnu að vilja taka undir með heimspekingnum Christine Korsgaard í þá veru; við sem nú erum uppi getum ekki lengur trúað því að mikilvægi eða gæska sé í innsta eðli veruleikans: Því í okkar augum er veröldin ekki lengur fyrst og fremst form. Hún er efni. Hið raunverulega er ekki lengur hið góða. Í okkar augum er veruleikinn eitthvað hart, eitthvað sem á ekki samleið með skynsemi og gildum, eitthvað sem hrindir frá sér formi.53 Sé þetta rétt hjá Korsgaard þýðir það að fyrirbærin opinberast fólki ekki sem und- ur og leyndardómur með þeim hætti sem Platon og aðrir fornir hugsuðir sáu fyrir 49 Pieper bendir á að „skynsemi“ hafi ekki þýtt annað í heimspeki heilags Tómasar af Aquino en „að virða og vera opinn fyrir veruleikanum“. Hún sé því að hans dómi „móttækileiki mannsandans“ (e. „the receptivity of the human spirit“). Þetta sé jafnframt kjarni þeirrar dygðar sem nefnist á latínu prudentia, og þýða má ýmist sem skynsemi, viska, eða hyggindi; það að vera trúr veruleikanum. Sjá Pieper 1966, bls. 9. 50 Sjá Pieper 1992: 47 og 49. 51 Pieper 1992: 49, leturbreyting mín. 52 Pieper 1992: 48. 53 Korsgaard 1996: 4. Hugur 2017-6.indd 42 8/8/2017 5:53:20 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.