Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 45

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 45
 Heildarsýn 45 sýn. Þegar siðferðilegur skilningur okkar er ólíkur er með öðrum orðum stundum eins og okkur greini ekki bara á um hvaða breytni er rétt eða hvaða reglum eigi að fylgja, heldur fremur eins og lífsskoðanir okkar séu gegnsýrðar af ólíkri grund- vallarafstöðu til heimsins. Siðferðileg rökræða, sameiginleg skynsamleg viðleitni okkar til að komast að hinu sanna, rétta og góða, þarf samkvæmt þessu síðara viðhorfi ekki aðeins að taka til siðalögmála heldur einnig til þess hvernig við skiljum veruleikann og tengsl hans við hið góða. Ég ætla í framhaldinu að nefna fjögur atriði því til stuðnings að við einskorð- um siðferðilega hugsun og siðfræði ekki aðeins við fyrri hugmyndina eins og heimspekingum hefur stundum hætt til að gera, heldur lítum svo á að hún varði bæði dómgreind í hefðbundnum skilningi – hæfileikann til að fella dóma í ljósi almennra reglna og siðalögmála – og innsæi okkar og heildarsýn. Fyrsta atriðið varðar þá hugmynd að siðfræði okkar verði að byggjast á frum- spekilegu raunsæi, ef svo má að orðið komast. Eins og þegar hefur verið vik- ið að láta heimspekingar stundum eins og við séum öll sammála um einhvern ákveðinn skilning á veruleikanum og því sé óþarft að eyða miklu púðri í að velta veruleikaskilningi okkar fyrir sér. Það sé einfaldlega hægt að gefa sér hann – þiggja hann sem einhvers konar fasta frá vísindum eða frumspeki nútímans – sem upphafspunkt siðfræðilegrar yfirvegunar. Þetta felur á hinn bóginn í sér mikið óraunsæi gagnvart stöðu okkar í tilverunni og gagnrýnisleysi gagnvart ríkjandi heimsmynd. Það er ekki til neinn hlutlaus skilningur á eðli veruleikans sem allir skynsamir menn geta sameinast um og siðfræðin getur þegið frá öðrum greinum heimspeki og vísinda. Skilningur okkar á veruleikanum er þvert á móti ávallt öðrum þræði siðferðilegur, blandinn afstöðu okkar og gildismati. Það er því líka öðrum þræði sérstakt og áríðandi siðfræðilegt verkefni að yfirvega og rökræða ólíkan skilning okkar á veruleikanum. Það getum við meðal annars gert með því að rannsaka ólíka reynslu fólks, ólík kynni þess af veruleikanum, og spyrja hvaða heildarmynd, ásýnd eða svip veruleikans viðhorf þess gefa til kynna, og með því að bera saman og yfirvega þýðingu þeirra og afleiðingar. Sami veruleiki kemur sumum fyrir sjónir sem hart efni og öðrum sem ótrúlegt undur og við þurfum að ögra hvert öðru til að hugleiða bæði sannleiksgildi slíkra viðhorfa og þýðingu þeirra fyrir farsælt mannlíf. Annað atriðið varðar mikilvægi þess að takmarka ekki um of uppsprettur sið- ferðilegrar hugsunar og lífs. Styrkleiki hefðbundinna siðfræðikenninga, á borð við siðfræði Kants og nytjastefnu, er að þær safna hugsunum okkar um réttmæti athafna saman í einn brennipunkt, ef svo má að orði komast. Þær hjálpa okkur að sjá gildi athafna okkar í ljósi alhæfanlegra ástæðna þeirra eða afleiðinga, og þar fram eftir götunum, og þær varpa líka ljósi á eðli og gildi okkar sem siðferðilegra gerenda. Hið síðarnefnda á sérstaklega við um siðfræði Kants sem varpar sterku ljósi á frelsi og tign persónunnar sem siðferðisveru. En styrkleiki slíkra kenninga er um leið veikleiki þeirra. Þær einskorða siðferðilegan skilning og siðferðileg rök við eina tegund sjónarmiða og um leið útiloka þær eða draga úr vægi annars konar sjónarmiða. Þannig hlýtur kantísk siðfræði til dæmis ekki aðeins að gera lítið úr vægi afleiðinga athafna þegar siðferðilegt réttmæti þeirra er metið, heldur einnig Hugur 2017-6.indd 45 8/8/2017 5:53:21 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.