Hugur - 01.01.2016, Side 53
Hugsun hneppt í kerfi 53
sameiginleg mál okkar og Páli var afar hugleikið.6 Hér er því einkum horft til
mannsins sem pólitískrar og siðferðilegrar veru. Þriðja meginlífsverkefni manna
segir Páll sprottið af djúpstæðri þörf okkar til að skilja hvaðeina í heiminum. Það
tengist því að við erum andlegar verur í látlausri leit að tilgangi og merkingu og
niðurstöður þeirrar leitar bindast hlutlægt séð í menningu okkar og huglægt séð í
persónulegum þroska og gildismati.
Eins og sjá má vísar þessi þrískipting gæða og lífsverkefna til skiptingar samfé-
lagsins í efnahagssvið, stjórnmálasvið og menningarsvið („hið andlega svið“ eins
og Páll nefnir það gjarnan). Honum verður tíðrætt um þá mismunandi rökvísi
sem hann kveðst greina í þessum ólíku gildissviðum samfélagsins. Hann útfærir
þessa hugmynd einkum út frá því að tiltekin gildi hæfi einu sviði betur en öðru;
þannig hæfi efnisleg gæði best efnahagssviðinu, andleg gæði menningarsviðinu
og siðferðileg gæði eigi að vera ráðandi á stjórnmálasviðinu. Eftirfarandi orð hans
sýna þetta vel: „Tengslin á milli siðferðis og stjórnmála eru svo náin og djúpstæð
að öll umræða um stjórnmál er siðferðileg, því að stjórnmálin hvíla á siðferðinu
og eru stunduð á grundvelli þess.“7 Páll skrifar þó í sömu bók að siðferðileg-
um spurningum sé látið ósvarað á stjórnmálasviðinu. Við þær sé glímt á andlega
sviðinu þar sem mótast gildi sem setja stjórnmálunum og allri starfsemi samfé-
lagsins viðmið og mörk.8
Lýsingin á þessum sviðum er vitaskuld dæmi um eins konar fræðilegar kjör-
myndir (ideal týpur, svo gripið sé til orðalags frá Max Weber9 sem Páll notaði
ekki sjálfur; honum var tamara að tala um röklega skiptingu), og þau tvinnast
óhjákvæmilega saman í reynd. Hann segir þau raunar „vísa hvert á annað og
þarfnast hvert annars“.10 En það skapar djúpstæð vandamál að mati Páls þegar
gildi (stundum talar hann um lögmál í þessu sambandi) sem eru viðeigandi á einu
sviði verða áberandi eða jafnvel ríkjandi á öðru. Hann nefnir sem dæmi það sem
hann kallar „villu markaðshyggjunnar“ og lýsir henni svo:
Meginvilla markaðshyggjunnar er sú að halda að svið efnahagsins nái
í reynd yfir svið menningar og stjórnmála, að það sé hægt að smætta
lögmál menningar og stjórnmála niður í lögmál framleiðslu og viðskipta
og rekstrar sem gilda um efnahagsmál. Þar með er gerð tilraun til að
ofureinfalda lögmál hinnar flóknu veraldar sem við lifum í og um leið er
dregin upp alröng mynd af sjálfum okkur. Á þessum röngu forsendum er
síðan boðuð ofur einfölduð og háskaleg lausn á þeim lífsverkefnum sem
við stöndum frammi fyrir.11
Páll tekur síðan nokkur önnur dæmi sem hann segir fela í sér hliðstæða villu við
6 Sbr. grein Páls „Hvað eru stjórnmál?“ í Pælingum. Páll Skúlason 1987: 347‒363.
7 „Til hvers höfum við ríki?“, Páll Skúlason 2013: 15‒16.
8 Sjá „Hvers konar samfélag viljum við?“, Páll Skúlason 2013: 92‒93.
9 Sbr. Max Weber, „Basic Sociological Terms“ í Understanding and Social Inquiry. Weber 1977:
38–55.
10 „Hvers konar samfélag viljum við?“, Páll Skúlason 2013: 92.
11 „Menning og markaðshyggja“, Páll Skúlason 2013: 57‒58.
Hugur 2017-6.indd 53 8/8/2017 5:53:23 PM