Hugur - 01.01.2016, Side 53

Hugur - 01.01.2016, Side 53
 Hugsun hneppt í kerfi 53 sameiginleg mál okkar og Páli var afar hugleikið.6 Hér er því einkum horft til mannsins sem pólitískrar og siðferðilegrar veru. Þriðja meginlífsverkefni manna segir Páll sprottið af djúpstæðri þörf okkar til að skilja hvaðeina í heiminum. Það tengist því að við erum andlegar verur í látlausri leit að tilgangi og merkingu og niðurstöður þeirrar leitar bindast hlutlægt séð í menningu okkar og huglægt séð í persónulegum þroska og gildismati. Eins og sjá má vísar þessi þrískipting gæða og lífsverkefna til skiptingar samfé- lagsins í efnahagssvið, stjórnmálasvið og menningarsvið („hið andlega svið“ eins og Páll nefnir það gjarnan). Honum verður tíðrætt um þá mismunandi rökvísi sem hann kveðst greina í þessum ólíku gildissviðum samfélagsins. Hann útfærir þessa hugmynd einkum út frá því að tiltekin gildi hæfi einu sviði betur en öðru; þannig hæfi efnisleg gæði best efnahagssviðinu, andleg gæði menningarsviðinu og siðferðileg gæði eigi að vera ráðandi á stjórnmálasviðinu. Eftirfarandi orð hans sýna þetta vel: „Tengslin á milli siðferðis og stjórnmála eru svo náin og djúpstæð að öll umræða um stjórnmál er siðferðileg, því að stjórnmálin hvíla á siðferðinu og eru stunduð á grundvelli þess.“7 Páll skrifar þó í sömu bók að siðferðileg- um spurningum sé látið ósvarað á stjórnmálasviðinu. Við þær sé glímt á andlega sviðinu þar sem mótast gildi sem setja stjórnmálunum og allri starfsemi samfé- lagsins viðmið og mörk.8 Lýsingin á þessum sviðum er vitaskuld dæmi um eins konar fræðilegar kjör- myndir (ideal týpur, svo gripið sé til orðalags frá Max Weber9 sem Páll notaði ekki sjálfur; honum var tamara að tala um röklega skiptingu), og þau tvinnast óhjákvæmilega saman í reynd. Hann segir þau raunar „vísa hvert á annað og þarfnast hvert annars“.10 En það skapar djúpstæð vandamál að mati Páls þegar gildi (stundum talar hann um lögmál í þessu sambandi) sem eru viðeigandi á einu sviði verða áberandi eða jafnvel ríkjandi á öðru. Hann nefnir sem dæmi það sem hann kallar „villu markaðshyggjunnar“ og lýsir henni svo: Meginvilla markaðshyggjunnar er sú að halda að svið efnahagsins nái í reynd yfir svið menningar og stjórnmála, að það sé hægt að smætta lögmál menningar og stjórnmála niður í lögmál framleiðslu og viðskipta og rekstrar sem gilda um efnahagsmál. Þar með er gerð tilraun til að ofureinfalda lögmál hinnar flóknu veraldar sem við lifum í og um leið er dregin upp alröng mynd af sjálfum okkur. Á þessum röngu forsendum er síðan boðuð ofur einfölduð og háskaleg lausn á þeim lífsverkefnum sem við stöndum frammi fyrir.11 Páll tekur síðan nokkur önnur dæmi sem hann segir fela í sér hliðstæða villu við 6 Sbr. grein Páls „Hvað eru stjórnmál?“ í Pælingum. Páll Skúlason 1987: 347‒363. 7 „Til hvers höfum við ríki?“, Páll Skúlason 2013: 15‒16. 8 Sjá „Hvers konar samfélag viljum við?“, Páll Skúlason 2013: 92‒93. 9 Sbr. Max Weber, „Basic Sociological Terms“ í Understanding and Social Inquiry. Weber 1977: 38–55. 10 „Hvers konar samfélag viljum við?“, Páll Skúlason 2013: 92. 11 „Menning og markaðshyggja“, Páll Skúlason 2013: 57‒58. Hugur 2017-6.indd 53 8/8/2017 5:53:23 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.