Hugur - 01.01.2016, Page 59

Hugur - 01.01.2016, Page 59
 Hugsun hneppt í kerfi 59 innar“, svo notað sé orðalag Habermas. „Til að greina hvernig merking verður til þurfum við að skilja þessa viðleitni til að hug-taka hið Eina“, skrifar hann þar.42 Í fyrstu bók sinni fjallaði hann hins vegar um merkingarmyndun í anda fyrirbæra- fræði Husserls þar sem leitast er við að skilja fyrirbærin út frá merkingargjöf vit- undarinnar án þess að útskýra hana í ljósi kenninga. Þar lagði Páll megináherslu á það hvernig bæði heimspeki og vísindi nærast á þeirri merkingu sem mótast í hversdagsheiminum.43 Sá vefur merkingar sem spunninn er í félagslegu samlífi manna er undirstaða þeirra kenninga sem settar eru fram í vísindum og fræð- um en þær kljúfa sig gjarna frá þessum merkingarveruleika og tengslin við hann glatast í firrtri sérfræðimenningu.44 „Heimurinn eins og við kynnumst honum í upprunalegri reynslu verður ósannur“, eins og Páll orðar það.45 Andspænis þessum vanda býður Habermas upp á „þýðingarþjónustu“ heim- spekinnar sem hefur þá sérstöðu að gangast við tengslum sínum við hversdags- heiminn en lúta jafnframt fræðilegum gagnrýniskröfum. Þannig er „heilbrigð skynsemi“ látlaus uppspretta heimspekilegrar hugsunar sem með gagnrýninni greiningu sinni er um leið algjör andstæða hennar.46 Habermas var gagnrýninn á fyrirbærafræði Husserls, sem byggir á heimspeki vitundarinnar, en leitar fremur til kennismiða sem leggja áherslu á tilurð merkingar í félagslegum athöfnum og hversdagslegum boðskiptum.47 Habermas leggur á það áherslu að lífsheimurinn er veruleiki merkingar og gilda sem er í bakgrunni allra samskipta okkar og veita þeim viðmið sem við göngum leynt og ljóst út frá. Þetta er forsenda „trúnaðar- tengsla“ okkar við heiminn sem Páll gerði stundum að umtalsefni.48 Afstaða Páls til lífsheimsins er almennt í samræmi við það sem Paul Ricoeur nefndi „túlkunarfræði merkingartrúar“ og einkennist af því að við leggjum okkur eftir þeirri merkingu sem býr í heiminum eða túlkunarviðfangsefnum. Habermas hafnar því ekki en leggur í anda „tortrygginnar túlkunarfræði“49 áherslu á að merk- ingarvefur lífsheimsins er alltaf samofinn hugmyndum og öflum sem skrumskæla skilning okkar.50 Páll andmælir því ekki en tekur vara við þeirri tilhneigingu „að tortryggja hversdagslegt mál og skilning, allar viðteknar skoðanir og hefðbundinn hugsunarhátt“.51 Það er meginatriði í samræðusiðfræði Haber mas að gagnrýnin 42 Páll Skúlason 2015: 15. 43 Páll Skúlason 1993: 79-104. 44 Hér eru greinileg áhrif Husserls í Die Krisis der europäischen Wissenschaften und die Transzendentale Phänomenologie. Husserl 1954/1970. 45 Páll Skúlason 1993: 99. 46 Habermas 1992: 38. 47 Habermas fjallar um lífsheiminn út frá félagsfræði athafna og boðskipta í anda Meads og banda- rískra pragmatista. Hann bendir á að Alfred Schutz hafi losað sig að nokkru undan vitundarheim- speki Husserls með greiningu sinni á samhuglægri (e. intersubjectively) mótun lífsheimsins undir áhrifum athafnakenningar Meads. Sjá t.d. Habermas 1987: 126‒140. 48 Sjá t.d. Páll Skúlason 2014: 13–25. Hér talar Páll um þörf hugans fyrir „að geta numið veruleikann sem sjálfstæða heild […] sem sé til óháð huganum sjálfum“ og heldur því fram að þetta sé hið upprunalega „samband við veruleikann sem náttúrulega heild“. Sama rit: 22. 49 Sjá, um þennan greinarmun á tvenns konar túlkunarfræði, Paul Ricoeur 1970: einkum bls. 28‒36. 50 Sjá t.d. Habermas 1977: 335–363. 51 Páll Skúlason 1981: 198. Eins og þessi prýðilega yfirlitsgrein um túlkunarfræði ber með sér, þá sýn- ir Páll góðan skilning á báðum þessum áherslum í túlkun, en rík áhrif Gadamers, höfuðtalsmanns „túlkunarfræði merkingartrúar“ leyna sér ekki. Hugur 2017-6.indd 59 8/8/2017 5:53:26 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.