Hugur - 01.01.2016, Page 61
Hugsun hneppt í kerfi 61
sem við getum einungis bætt úr með því að „þroska sjálf okkur sem hugsandi
verur sem verða sjálfar að gefa lífi sínu tilgang og merkingu og styðja hver aðra
í þeirri viðleitni“.54 Niðurstaða Páls er: „Meginvandinn er andlegs eðlis.“ 55 Að
hans mati þurfum við öðru fremur hugarfarsbreytingu til að takast á við „stærsta
verkefni stjórnmálanna í heiminum í dag“:
Það sem mestu skiptir í efnahagslífi og stjórnmálum er að sett séu mark-
mið sem eru í samræmi við þau gildi sem við skynjum, sköpum og virð-
um í andlegu lífi okkar. Ef menn móta efnahagslífið og stjórnmálin án
þess að skeyta um lífsgildin sem í húfi eru í hinum andlega veruleika, þá
stefna menn samfélagi sínu í voða.56
Þrátt fyrir þennan aðferðafræðilega mun hjá þeim Páli og Habermas má segja að
þeir komist oft að mjög sambærilegum niðurstöðum. Þetta sést til dæmis í grein-
ingu þeirra á sögu stjórnspekinnar þar sem báðir leggja áherslu á ólíkan skilning
á mannlegri skynsemi. Í Ríkið og rökvísi stjórnmála (og raunar víðar) tekur Páll til
skoðunar tvenns konar skilning á ríkinu og hlutverkum þess. Hann tengir fyrra
viðhorfið við Aristóteles þar sem „iðkun stjórnmála, umræður um almannaheill
og lagasetning er forsenda þess að við getum lifað farsælu lífi“. Síðara viðhorfið
kennir hann við hugmynd Hobbes, þar sem við „smíðum ríki sem, hefur vald til
þess að tryggja frið og sjá til þess að við séum óhult hvert fyrir öðru“.57 Síðan
skrifar Páll:
Hér vísa hinar tvær ólíku hugmyndir um sjálf okkur til tvenns konar
skilnings á skynsemi okkar. Samkvæmt skilningi Aristótelesar er skyn-
semin fólgin í því að skilja í hverju eiginleg farsæld eða hamingja felst og
sá skilningur byggist á getunni til að greina á milli réttmætra og órétt-
mætra langana. […] Samkvæmt skilningi Hobbes er skynsemin á hinn
bóginn fólgin í færni til að ná markmiðum sínum og fullnægja sjálfs-
bjargarhvöt sinni eða lífslöngun án þess að efna til óþolandi ófriðar við
aðra menn.58
Þetta kallast skemmtilega á við greiningu Habermas á sögu stjórnspekinnar þar
sem hann sýnir hvernig hinn aristótelíski greinarmunur á tækniviti og siðviti glat-
aði smám saman mætti sínum í sögu vestrænnar siðfræði og stjórnspeki.59 Þar
léku þeir Machiavelli og Hobbes báðir stór hlutverk en hvor með sínum hætti lýsa
þeir stjórnlistinni út frá því sjónarhorni að markmið valdhafans sé að ná tækni-
legum tökum á viðfangsefni sínu fremur en að virða siðferðilega sérstöðu þess.
Þar með varð hlutverk ríkisins ekki lengur uppbyggilegt eða menntandi heldur
54 „Menning og markaðshyggja“, Páll Skúlason 2013: 66.
55 „Hvers konar samfélag viljum við?, Páll Skúlason 2013: 91.
56 Sama rit: 93.
57 „Hvers vegna skyldum við greiða skatta?“, Páll Skúlason 2013: 131.
58 Sama rit: 133.
59 Habermas 1974: 2. kafli.
Hugur 2017-6.indd 61 8/8/2017 5:53:26 PM