Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 67

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 67
 Merking og tilgangur heimspekikerfa 67 að stunda heimspeki í stað þess að gera okkur að góðu að njóta ávaxta fyrirrennara okkar. Með öðrum orðum er hér ætlunin að velta upp þeirri grundvallarspurningu hvernig við getum haldið áfram heimspekinni og fetað í fótspor Páls. Hér er auðvitað ekki nóg rými til þess að gera heimspeki Hegels almennileg skil. En í ljósi þess að fáir þekkja megineinkenni þessarar heimspeki – sérstaklega miðað við hvað Hegel er nafntogaður – ætla ég að gera örstutta grein fyrir þeim. Það er ef til vill við hæfi að nálgast heimspeki Hegels hér í gegnum merkingu hans, þ.e. út frá því hvar mörk kerfis Hegels við önnur kerfi liggja og hvers vegna þau liggja einmitt þar. Í því tilliti er það heimspeki Kants sem mestu skiptir. Að vissu leyti má segja að Hegel hafi haldið áfram með verkefni Kants. Sá síðarnefndi vildi í sinni heim- speki sætta hugarheim okkar við heim reynslunnar og leysa vandamál sem hann hafði kynnst í verkum skoska efahyggjumannsins Davids Hume, sem hafði leitt rök að því að við gætum ekkert vitað um gildi þeirra lögmála sem við teldum okkar hafa greint í reynsluheiminum. Kant féllst að vissu leyti á rök Humes en hélt samt að við gætum verið viss um áreiðanleika náttúrulögmálanna. Hins vegar ylti gildi þeirra ekki á því að þau stjórnuðu raunverulega því sem á sér stað í nátt- úrunni, heldur á því að þau eru nauðsynleg skilyrði þess að við getum yfirhöfuð haft reynslu af heiminum. Kant reyndi að sýna fram á að hugsun okkur hefur nauðsynlega eiginleika sem gera okkur ómögulegt að hugsa náttúruna öðruvísi en lögmálsbundna.2 Þannig taldi hann sig hafa sætt hugarheim okkar við hinn ytri heim. Á sama tíma vakti fyrir honum að sætta hina vísindalegu heimsmynd – heimsmynd Kóperníkusar, Newtons og upplýsingarinnar – við hina kristnu heimsmynd. Kant fannst óásættanlegt að sú hugmynd að veruleikinn lyti vél- rænum lögmálum væri í mótsögn við þá kristnu hugmynd að maðurinn hefði frjálsan vilja. Heimspeki Kants samþættir því þessar tvær hugmyndir með því að takmarka gildi lögmálanna við reynsluheiminn eða heim fyrirbæranna. Þannig er maðurinn bundinn náttúrulögmálunum að því leyti sem hann býr í reynsluheim- inum, en hann getur hins vegar vel verið frjáls í hinum raunverulega heimi, sem Kant kallar rökheim, og hlýtur raunar að vera það samkvæmt rökum sem Kant setur fram.3 Eins og heimspeki Kants, snýst heimspeki Hegels um að sameina ýmsar þær andstæður sem myndast eða virðast myndast í hugsun okkar og tilveru. Þegar Hegel var ungur varð hann afhuga hvers konar heimspekikerfum, sem hann taldi vera í andstöðu við hina raunverulegu tilveru, lífið sjálft, og rífa í sundur eðlilega einingu þess. Hann sá í hillingum líf Forn-Grikkja, sem hann taldi hafa ein- kennst af jafnvægi milli hinna ólíku sviða samfélagsins – einkamála og opinberra mála, stjórnmála og efnahagsmála, trúmála og samfélagsmála – ólíkt því sem var í Prússlandi í lok 18. aldar þar sem ríkti til dæmis óeining milli ríkis og kirkju – að ógleymdum muninum á vísindalegri heimsmynd og trúarlegri. En hann skipti síðan um skoðun þegar hann áttaði sig á því að áhersla á hina náttúrulegu einingu lífsins er jafn einhæf og einhliða áhersla á heimspekikerfi. 2 Þetta er helsta verkefni eins þriggja höfuðverka hans, Gagnrýni hreinnar skynsemi. Kant 1781/1988. 3 Sér í lagi í öðru höfuðverki sínu, Gagnrýni verklegrar skynsemi. Kant 1788/2003. Hugur 2017-6.indd 67 8/8/2017 5:53:28 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.