Hugur - 01.01.2016, Síða 98

Hugur - 01.01.2016, Síða 98
98 Sigríður Þorgeirsdóttir spekingum sem voru ofsóttir, píndir og áreittir vegna óbeitar sinnar á siðleysi manna sem kenning hennar hafði innprentað þeim.26 Lýsing Heimspeki á því hvernig hinir ómerkilegu heimspekingarnir ráðast á hana og rífa klæði hennar segir mikið. Það er ofbeldi í þessari mynd sem hér er dregin upp og það minnir óneitanlega á aðra og mun grimmdarlegri árás á Hýpatíu (370–415) sem var drepin af æstum múg í Alexandríu og líkami hennar bútaður í sundur. Morðið á Hýpatíu, sem var meðal fremstu fræðimanna síðforn- aldar, er blóðfórn kvenlegs kennivalds sem átti eftir að ná hámarki í nornabrenn- um í árdaga vísindabyltingar nýaldar. Hin rifnu klæði heimspekilegrar visku eru mikilvæg myndhverfing fyrir grein- ingar á konum og kvenlegum táknmyndum í sögu heimspekinnar. Heimspeki óf klæði sín sjálf, eins og hún segir, og heimspekingarnir, sem hún og Bóethí- us viðurkenna ekki, skreyta sig með pjötlum af klæðum hennar. Myndhverfing hinna rifnu klæða Heimspeki skiptir máli fyrir rannsóknir á konum í sögu heim- spekinnar vegna þess að þau myndgera hlutskipti þeirra í hinni heimspekilegu hefð. Rit kvenheimspekinga hafa í gegnum tíðina oft „gleymst“, glatast eða verið birt undir nöfnum karla. Litið hefur verið fram hjá uppgötvunum kvenna í heim- speki, sem höfðu áhrif á sínum tíma, þegar kemur að því að rita sögu tímabila, strauma og stefna innan heimspekinnar. Karlheimspekingar hafa iðulega tekið upp eiginleika sem eignaðir hafa verið konum og þegar viðhorf breytast og þessir eiginleikar þykja ekki lengur neikvæðir þá hafa karlheimspekingar eignað sér þá og yfirfært þá yfir á karlleika.27 Það að túlka Heimspeki þannig að hún verði að hvorugkyns tákni fyrir visku, eins og raunin var lengst af í túlkunarsögu Huggunar heimspekinnar, jafnast á við að þagga kvenlega eiginleika hennar. Sú túlkunarsaga Heimspeki, sem hefur verið undir merkjum þess að hvorug- kynja hana, nær allt frá túlkunum í anda platonisma og kristni, sem birta hana sem heimspekidrottningu og sem Soffíu sem gyðju visku kristindóms, til nýrri birtingarmynda Soffíutelpna sem þrá að láta útskýra heimspeki fyrir sér í víð- lesnum unglingabókum um heimspeki. Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder28 fjallar um eldri herra sem (hr)útskýrir heimspeki fyrir ungri stúlku sem heitir einmitt Soffía. Þessi bók sem seldist í milljónum eintaka út um allan heim og ámóta bækur sem fylgdu í kjölfarið byggðu á sömu uppskrift eldri og viturs karls sem (hr)útskýrir sögu heimspekinnar og heimspekileg vandamál fyrir forgelgju eða unglingsstúlku. Í bók Vittorios Hössle, Kaffihús hinna dauðu heimspekinga,29 heitir stúlkan Nora K og Soffía í bók Gaarder er Amundsen að eftirnafni. Hugsanlega finnst höfundum sem þeir bleikþvoi söguna með því að gefa söguhetjunum nöfn sem ýja að kvenfrelsi (sbr. Nora í Brúðuheimili Ibsens) eða vísa í fræga land- könnuði eins og Roald Amundsen, landa Gaarders. Þó eru þessi rit öll góð dæmi um stað-leysi konunnar í heimspekisögunni. 26 Sama rit: 39. 27 Í heimspeki Nietzsches eru t.d. tilfinningar og fæðing yfirfærð yfir á hinn skapandi karlleika. 28 Gaarder 1995. 29 Hössle 2001. Hugur 2017-6.indd 98 8/8/2017 5:53:37 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.