Hugur - 01.01.2016, Page 103

Hugur - 01.01.2016, Page 103
 Rifin klæði Soffíu 103 vilji „bóndinn erja sáðland frjótt, ryður hann fyrst jarðveginn, hreinsar burt með skarpri sigð illgresi og þyrnóttan runn“.53 Það þarf að skýra heimspekileg hugtök og lögmál til þess að geta skilið þau á nýjan hátt á grunni þeirrar visku sem býr innra með manni sem líkamlegri veru og sem tilfinningaveru. Heimspeki og kynjamismunur Fyrir utan líkamleikann sem ég geri hér að umtalsefni í túlkun minni þá er hitt meginatriðið, sem ég vil beina athygli að, hvernig kynjamismunur kemur inn í textann með Heimspeki. Hún minnir Bóethíus á upphaf hans í móðurkviði og hún minnir hann á hinn móðurlega kraft sem í honum búi, sem séu upp- tök visku og þekkingar.54 Hlutverk Heimspeki minnir hér eilítið á gyðjuna sem leiðir heimspekinginn Parmenídes inn í visku hennar. Þessi tengsl við gyðjur gera þá Bóethíus og Parmenídes að boðberum raunverulegrar heimspeki, ólíkt þeim heimspekingum sem einungis skreyta sig með pjötlum úr klæði Heimspeki. Kvenleiki Heimspeki hefur með kvenlíkama hennar að gera. Kynjamismunur er dýpsti og mikilsverðasti mismunur í náttúru-menningu og sem drifafl er hann uppspretta óendalegs mismunar og fjölbreytileika. Mismunur kynjanna skap- ar rými á milli þeirra þar sem þau hafa áhrif á hvort/hvert annað og umbreyta hvoru/hverju öðru í krafti mismunar. Tsakiridou staðhæfir að snerting milli rannsakanda og viðfangs sem nafnorðið sophia standi fyrir byggi líkast til að mestu leyti (en ekki öllu) á „samförum og getnaði“.55 Það þarf ekki mikið hugarflug til að koma auga á erótískar mynd- hverfingar í upphafi Huggunar heimspekinnar þar sem Bóethíus skrifar að hann „festi á blað með aðstoð skriffæris harma og raunir“ og verði þá þess áskynja að kona standi nærri sér.56 Öllum slíkum erótískum víddum texta hefur lengst af verið hafnað. Í 15. aldar túlkun á Huggun heimspekinnar eftir Konrad Humery má t.d. finna viðleitni til þess að vísa allri dulinni erótík í textanum á bug. Í rannsókn sinni á miðaldatúlkunum á texta Bóethíusar fullyrðir Hehle að Humery breyti með túlkun sinni sambandi Heimspeki og Bóethíusar í „kurteislega vináttu“.57 Á þekkingarfræðilegum nótum þá felur hugmyndin um skynræn tengsl í sér lík- an af þekkingu sem hefst á hugleiðingu um skynjun og skynhæfni. Hin líkamlega, kvenlega Heimspeki er samkvæmt minni túlkun líkan af skynrænni þekkingu. Að dómi Tsakiridou felst slík þekking í hæfni eins og að „vera fær um að segja hvort barn verði getið, við hvaða aðstæður, hvort það haldi heilsu, og að sama skapi, hvort að ávöxtur er tilbúinn til uppskeru, hvort að akur gefi af sér uppskeru, og þar fram eftir götunum“.58 Slík þekking byggir á skynbragði sem hefur þjálfast með reynslu, býr yfir upplýsingum, skilningi sem og innsæi og dómgreind. Friedrich Nietzsche, sem var einnig sérfróður í forngrískri hugsun og hugarheimi, benti á 53 Sama rit: 79. 54 Sama rit: 56. 55 Tsakiridou 1999: 239. 56 Boethius 1982: 35. 57 Hehle 2012: 308. 58 Tsakiridou 1999: 239. Hugur 2017-6.indd 103 8/8/2017 5:53:39 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.