Hugur - 01.01.2016, Side 104

Hugur - 01.01.2016, Side 104
104 Sigríður Þorgeirsdóttir að merking orðsins sophia sé „smekkur“. Nietzsche fullyrti þess vegna að hinn vísi maður, heimspekingurinn, sé þess vegna „smekkmaður“.59 Ég held því þess vegna fram að hin fornu lög merkingar sophia sem smekkur og sem skynbragð séu fyrir hendi í hugmyndinni um heimspekilega hugsun sem verður til í samræðu þeirra Heimspeki og Bóethíusar. Smekkur er hér ekki skilinn sem einber þekking á fegurð hlutar eða listaverks. Það er skilningur á smekk sem kemur fram á nýöld, við upphaf heimspekilegrar fagurfræði sem einnar undirgreinar heimspekinnar. Í Huggun heimspekinnar merkir smekkur sem sophia heimspekilega dómgreind. Að vera vís felur í sér hæfni til að hafa smekk fyrir, greina eitthvað og fella dóm.60 Þetta er einnig reynsla Bóethíusar er hann kemst að þeirri niðurstöðu að hann geti litið á ógæfu sína sem gæfu, því „sætlegar bragðast erfiði býsins [hunangið] reyni tungan fyrst beiskari veig“.61 Heimspeki reiðir fram þversagnir til þess að ígrunda og hugleiða. Gæfa virðist færa hamingju en Heimspeki fullyrðir samt að meira gagn sé mönnum í andstæðri en hliðhollri gæfu. Því sú síðarnefnda er ætíð í gervi hamingjunnar og þegar hún virðist blíðmál, þá lýgur hún, en sú síðarnefnda er ávallt sönn þegar hún með umskiptunum sýnir hverf- ulleika sinn. Hin blekkir, sú andstæða þjálfar mann og hún sem blekkir fjötrar í gervi falskra gæða hugi þeirra sem njóta, en hin andstæða frelsar með þekkingu á brothættri hamingjunni.62 Heimspekileg hugsun, sú sem hér er iðkuð, getur af sér dóm sem byggist á breytt- um skilningi Bóethíusar á aðstæðum sínum. Bóethíusi lærist að skilja kenndir sínar og upplifa þær á nýjan hátt. Hann gerir það með því að huga að tilfinningum sem leyfir honum að sjá dýpra í ógæfu sína og jafnframt baða hana nýju ljósi. Með því að sameina huga og líkama tekst honum með aðstoð Heimspeki að tengja logos og hjarta, vitsmuni og tilfinningar. Við erum ekki aðeins til vegna þess að við hugsum eins og Descartes fullyrti. Við erum ekki síður til af því við skynjum og finnum til. Huggun heimspekinnar er ekki aðeins bókmenntaverk sem sameinar ólíkar gerð- ir bókmennta eins og samræðu, ljóð og söngva, heldur er það fyrst og fremst heimspekilegur texti. Orðið „texti“ er skylt textíl eða vefnaði. Heimspeki talar um að hún sjálf hafi ofið klæði sín. Í samræðu sinni við Bóethíus vefa þau saman ólíka þræði hugsunar og halda þannig áfram að vefa klæði heimspeki með því að þoka heimspekilegri þekkingu og visku áfram. Og í leiðinni þerrar hún með klæði sínu augu Bóethíusar sem eru flóandi í tárum.63 Hún segir að hann hafi um skamma hríð gleymt sjálfum sér en fái auðveldlega minnið aftur, minnist hann hennar 59 Nietzsche 1980: 449. 60 Í fyrirlestrum sínum um stjórnspeki Kants, Lectures on Kant’s Political Philosophy, færir Hannah Arendt rök fyrir því að hugtak Kants um fagurfræðilegan smekk megi túlka sem grunn að skiln- ingi hans á smekk sem pólitískri dómgreind. Sjá Arendt 1982. 61 Boethius 1982: 79. 62 Boethius 1982: 76. 63 Sama rit: 38. Hugur 2017-6.indd 104 8/8/2017 5:53:39 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.