Hugur - 01.01.2016, Side 114
114 Sigrún Inga Hrólfsdóttir
Mótsagnarlögmálið er eitt sterkasta lögmál rökhugsunar og heimspekikerfi
Kants brýtur ekki gegn því lögmáli enda var það markmið hans. Gagnkvæður
(antinómíur) eru því annað hugtak úr kerfi Kants sem vísa til þess þegar árekstur
verður milli tveggja sannana. Við lendum í mótsögn ef við beitum skynseminni
með ákveðnum hætti, til dæmis ef hugsað er um heiminn sem heild. Heimurinn
sem heild er, samkvæmt Kant, leiðsagnarhugtak sem gegnir ákveðnu aðhaldshlut-
verki fyrir vísindalega þekkingu og reynsluþekkingu.23 Þegar við erum komin
út fyrir reynsluna, þá grípa þessi hugtök í tómt, því þar er óendanleikinn. Það
sem síðan gerist er díalektík sem leiðir í ljós þverstæður í þessum frumspekilegu
hugtökum. Þessar skoðanir eru þannig að við getum fengið algjörlega mótsagna-
kenndar niðurstöður út frá sömu forsendum. Þetta sagði Kant réttilega að gengi
gegn mótsagnarlögmálinu en þetta er einmitt ein af furðum skammtafræðinnar
þar sem tveir nákvæmlega eins atburðir geta haft gjörólíkar afleiðingar.
Sumir túlka heim hlutanna-í-sjálfum-sér og heim fyrirbæranna sem tvo ólíka
heima. En sumir segja heim fyrirbæranna birtingarmynd heims hlutanna-í-sjálf-
um-sér. Kant tilheyrir fyrri hópnum, því að með því að nota hugtakið birtingar-
mynd erum við að beita orsakarhugtakinu á eitthvað sem er handan reynslunnar.
En við getum ekki látið okkur heim fyrirbæranna nægja. Skynsemin hvílist ekki
við landamærin. Þegar Kant reyndi að skilja orsakasambandið milli heims fyr-
irbæranna og heims hlutanna-í-sjálfum-sér, má segja að hann hafi gert ákveðna
villu í eigin kerfi. Hann brýtur eiginlega gegn eigin reglum, því hann heldur því
fram að það sé samband milli hins þekkta og hins óþekkta, og reynir þannig að
hugsa sig út fyrir eigið kerfi. En það er eðli þeirra sem hugsa frumspekilega að
reyna að hugsa út fyrir eigin þekkingu. Frumspekin tilheyrir náttúru mannsins
einsog Heidegger orðaði það.24
Þegar við reynum að skilja heim hlutanna-í-sjálfum-sér, verðum við að beita
hugmyndum sem við höfum reynslu af frá heimi fyrirbæranna. Og þá lendum við
í mótsögn og getum sannað og afsannað sömu setningar. Bæði er hægt að færa
rök fyrir óendanleika og endanleika heimsins.
Það sem er fyrir utan
Graham Harman, upphafsmaður hlutmiðaðrar verufræði, telur að við höfum
hvorki aðgang að hinu algilda né veru hlutarins-í-sjálfum-sér.25 En hann hvetur
okkur til þess að nýta skynþekkingu okkar til þess að upplifa hina skrýtnu og oft
á tíðum samhengislausu fegurð raunveruleikans. Það er skoðun Harmans að engir
tveir hlutir geti haft samskipti nema í gegnum „skynjunarstaðgengla“ (e. sensual
vicars). Orðið sensual tengist líkamleikanum, hinu holdlega, og er erfitt að þýða á
íslensku. En í því liggur áhersla á efnislega skynjun, líkamsvísi, sem er þá öðru-
vísi en rökvísi. Hér má sjá ákveðinn samhljóm með þeirri verufræði sem franski
23 Kant 2008.
24 Heidegger 2011: 119.
25 Harman 2010: 93–105.
Hugur 2017-6.indd 114 8/8/2017 5:53:43 PM