Hugur - 01.01.2016, Síða 114

Hugur - 01.01.2016, Síða 114
114 Sigrún Inga Hrólfsdóttir Mótsagnarlögmálið er eitt sterkasta lögmál rökhugsunar og heimspekikerfi Kants brýtur ekki gegn því lögmáli enda var það markmið hans. Gagnkvæður (antinómíur) eru því annað hugtak úr kerfi Kants sem vísa til þess þegar árekstur verður milli tveggja sannana. Við lendum í mótsögn ef við beitum skynseminni með ákveðnum hætti, til dæmis ef hugsað er um heiminn sem heild. Heimurinn sem heild er, samkvæmt Kant, leiðsagnarhugtak sem gegnir ákveðnu aðhaldshlut- verki fyrir vísindalega þekkingu og reynsluþekkingu.23 Þegar við erum komin út fyrir reynsluna, þá grípa þessi hugtök í tómt, því þar er óendanleikinn. Það sem síðan gerist er díalektík sem leiðir í ljós þverstæður í þessum frumspekilegu hugtökum. Þessar skoðanir eru þannig að við getum fengið algjörlega mótsagna- kenndar niðurstöður út frá sömu forsendum. Þetta sagði Kant réttilega að gengi gegn mótsagnarlögmálinu en þetta er einmitt ein af furðum skammtafræðinnar þar sem tveir nákvæmlega eins atburðir geta haft gjörólíkar afleiðingar. Sumir túlka heim hlutanna-í-sjálfum-sér og heim fyrirbæranna sem tvo ólíka heima. En sumir segja heim fyrirbæranna birtingarmynd heims hlutanna-í-sjálf- um-sér. Kant tilheyrir fyrri hópnum, því að með því að nota hugtakið birtingar- mynd erum við að beita orsakarhugtakinu á eitthvað sem er handan reynslunnar. En við getum ekki látið okkur heim fyrirbæranna nægja. Skynsemin hvílist ekki við landamærin. Þegar Kant reyndi að skilja orsakasambandið milli heims fyr- irbæranna og heims hlutanna-í-sjálfum-sér, má segja að hann hafi gert ákveðna villu í eigin kerfi. Hann brýtur eiginlega gegn eigin reglum, því hann heldur því fram að það sé samband milli hins þekkta og hins óþekkta, og reynir þannig að hugsa sig út fyrir eigið kerfi. En það er eðli þeirra sem hugsa frumspekilega að reyna að hugsa út fyrir eigin þekkingu. Frumspekin tilheyrir náttúru mannsins einsog Heidegger orðaði það.24 Þegar við reynum að skilja heim hlutanna-í-sjálfum-sér, verðum við að beita hugmyndum sem við höfum reynslu af frá heimi fyrirbæranna. Og þá lendum við í mótsögn og getum sannað og afsannað sömu setningar. Bæði er hægt að færa rök fyrir óendanleika og endanleika heimsins. Það sem er fyrir utan Graham Harman, upphafsmaður hlutmiðaðrar verufræði, telur að við höfum hvorki aðgang að hinu algilda né veru hlutarins-í-sjálfum-sér.25 En hann hvetur okkur til þess að nýta skynþekkingu okkar til þess að upplifa hina skrýtnu og oft á tíðum samhengislausu fegurð raunveruleikans. Það er skoðun Harmans að engir tveir hlutir geti haft samskipti nema í gegnum „skynjunarstaðgengla“ (e. sensual vicars). Orðið sensual tengist líkamleikanum, hinu holdlega, og er erfitt að þýða á íslensku. En í því liggur áhersla á efnislega skynjun, líkamsvísi, sem er þá öðru- vísi en rökvísi. Hér má sjá ákveðinn samhljóm með þeirri verufræði sem franski 23 Kant 2008. 24 Heidegger 2011: 119. 25 Harman 2010: 93–105. Hugur 2017-6.indd 114 8/8/2017 5:53:43 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.