Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 130

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 130
130 Eyja M. Brynjarsdóttir var meðal annars lögð mikil áhersla á fullorðinsfræðslu sem átti að efla almenning til þátttöku í menningarlífi og stjórnmálum. Þetta voru gildi sem Vínarhrings- menn aðhylltust einnig og lýstu stuðningi við með stefnuskrá sinni, sem og í öðr- um skrifum. En þó að Vínarborg væri undir stjórn sósíaldemókrata var landinu stjórnað af kristilegum sósíalistum sem voru andsnúnir hinni miklu tryggð við vísindi í menntakerfinu, og nutu þeir í því stuðnings Páfagarðs. Þriðji aðili að þeirri hugmyndafræðilegu og pólitísku togstreitu sem þarna átti sér stað voru svo þjóðernissinnar, sem óx fiskur um hrygg í erfiðu efnahagsástandi.11 Með áherslu á gildi vísinda, skynsemi, skýrleika og rökhugsunar og andstöðu við frumspeki tóku pósitívistar afstöðu gegn þeim hugmyndum sem haldið var á lofti af íhaldsöflum. Meðal íhaldshugmyndanna má nefna frumspekilegar rétt- lætingar á þjóðernishyggju með vísunum í Volksgeist og Ganzheit, kreddukenndar hugmyndir um eðli kvenna, eðli gyðinga og höfnun á vísindum með upphafningu trúarbragða.12 Hin helstu kennileiti rökfræðilegs pósitívisma urðu því ekki til í tómarúmi heldur voru þeim að baki greinilegir pólitískir hvatar: andstaða við þjóðernishyggju og andskynsemishyggju og hugsjónir um betra samfélag þar sem fólk yrði betur upplýst. Þjóðernishyggjan og aðrar kredduhugmyndir íhaldsafl- anna voru réttlættar með vísunum í hástemmdar frumspekilegar ímyndir. Því var það freistandi andsvar að slá frumspekina út af borðinu eins og hún lagði sig og afgreiða þannig í einu lagi alla mögulega réttlætingu íhaldsaflanna, eins og verður útskýrt betur síðar. En ljóst má vera að hugmyndafræði sem hampaði vísindalegri hugsun, rökhugsun og skynsemi og sem hafnaði allri frumspeki varð tæpast túlk- uð sem pólitískt hlutlaus á millistríðsárunum í Vín heldur hlaut hún að vera álitin í andstöðu við kenningar íhaldsmanna.13 Margir meðlima Vínarhringsins voru nátengdir hreyfingu fríþenkjara, en það var raunar að undirlagi fríþenkjara sem hið svokallaða Ernst Mach-félag var stofnað, sem gaf út stefnuskrá Vínarhringsins. Stefnumál fríþenkjara voru mörg hver pólitísk og skörun þeirra við stefnumál Vínarhringsmanna greinileg: aðskiln- aður ríkis og kirkju, að halda trúarbrögðum utan menntakerfisins, réttindi kvenna, réttindi óskilgetinna barna og ókeypis menntun til 14 ára aldurs, svo eitthvað sé nefnt.14 Vínarhringsmenn og hugmyndir þeirra tengdust einnig náið hugmynd- um módernista í arkitektúr, ekki síst stefnu hinnar þýsku Bauhaus-hreyfingar. Meðal annars var Carnap fenginn til að halda fyrirlestur í Dessau Bauhaus í Þýskalandi árið 1929 og ýmiss konar samvinna var á milli þessara hópa. Sameigin- leg með hugmyndafræði beggja er áhersla á einfaldleika, andúð á öllu óþarfa flúri og höfnun á heildarhyggju, þ.e. eindahyggja eða smættarhyggja.15 Hugmyndin 11 Romizi 2012: 227–228; Uebel 2005: 755. 12 Romizi 2012: 227–228. 13 Howard 2003: 31. 14 Romizi 2012: 231–232. 15 Heildarhyggja (e. holism) er sú hugmynd eða skoðun að heild sé eitthvað annað og meira en safn hlutanna sem hún er samsett af, þ.e. að hún hafi eiginleika sem eru eðlisólíkir eiginleikum hlutanna sem hún samanstendur af. Smættarhyggja (e. reductionism) er aftur á móti sú skoðun að heildina megi smætta niður í hluta sína og eindahyggja (e. atomism) er sú skoðun að allt sé samsett úr eindum. Þetta eru auðvitað heldur hraðsoðnar lýsingar á þessum hugmyndum. En eins og kemur fram síðar í greininni þá gegndi frumspekileg heildarhyggja stóru hlutverki í hugmynda- Hugur 2017-6.indd 130 8/8/2017 5:53:47 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.