Hugur - 01.01.2016, Page 174
174 Jóhannes Dagsson
skilyrðum er ennþá óleyst gáta, ekki aðeins þegar kemur að skapandi hugsunum
og athöfnum, heldur almennt þegar um ætlandi eða vísvitandi hugsanir eða að-
gerðir er að ræða. Þetta er vitanlega gáta sem heimspekin glímir við, en það að
hún sé óleyst kemur ekki mikið að sök í þeirri mynd sem ég vil teikna upp hér, þar
sem sú mynd byggir á upplifun og reynslu, frekar en sannleika og sannreynanleika
staðhæfinga.
Samhengi skapandi hugmynda og aðgerða samanstendur ekki einvörðungu af
yrðingum af hvaða tegund sem þær kunna að vera. Þættir eins og efni og sá miðill
sem valinn er móta einnig þetta samhengi. Það að skapandi hugmynd eða aðgerð
sé sett fram sem mynd, eða sem þrívítt verk, hefur ekki einvörðungu áhrif á hvaða
útkoma eða afurð verður afsprengi hugmyndarinnar eða athafnarinnar, heldur
hefur það ekki síður mótandi áhrif á hugsunina eða athöfnina sjálfa. Tónlist er
ágætt dæmi um hugmyndir sem eru illa til þess fallnar að vera þýddar yfir í tungu-
málið, og mótast að miklu leyti af þeim miðli sem þær eiga sér stað í.
Upplifun af skapandi hugsun eða aðgerð er alltaf tvíþætt, annars vegar orkar
hún á heiminn í formi breytinga, og hins vegar er hún lýsing á því samhengi sem
hún fæðist inn í og er ætlað að hafa áhrif á. Hún er lýsing í þeim skilningi að
byggja á því samhengi, eða aðstæðum sem henni er ætlað að breyta. Samhengið
samanstendur af ólíkum þáttum, þar sem sumir eru háðir ákveðnum þekkingar-
fræðilegum skilyrðum en aðrir ekki. Reynsla okkar sem gerenda þegar kemur að
skapandi hugsun eða athöfnum markast af þessu tvíeðli skapandi hugmynda, og
af þessu fjölbreytta samhengi sem þær eru óhjákvæmilega settar fram í.
Þetta tvíeðli upplifunar einstaklinga af skapandi hugsun eða aðgerð er betri
mælikvarði á það hvað felst í skapandi hugsun eða aðgerð heldur en einhvers
konar tilgáta eða kenning um það hvað felst í ætlan, eða ætlandi aðgerð. Ástæð-
urnar fyrir því eru margar, sú veigamesta er sú að þegar skapandi aðgerð er metin
út frá reynslu þess sem framkvæmir aðgerðina, hverfur út úr greiningunni hvers
konar vísun til rökfræðilegrar eða sögulegrar uppbyggingar hugsunarinnar eða
aðgerðarinnar. Skapandi hugsun hefur oft á sér þann blæ að vera óvænt, eða jafn-
vel óútskýrð. Hvernig datt þér þetta í hug? er spurning sem oft á tíðum er erfitt
að fá svar við. Með því að leggja áherslu á reynslu og upplifun, frekar en forsögu
og byggingu, verður mikilvægi spurninga af þessu tagi mun minna í greiningunni.
Því fer fjarri að fyrirbæri með tvíeðli séu ný af nálinni í tilraunum heimspekinga
til að útskýra hugarstarf, eða eðli ætlunar eða athafna sem framkvæmdar eru vit-
andi vits. Frægasta dæmið um svona fyrirbæri er trúlega að finna hjá Anscombe, í
dæmi hennar um innkaupalistann. Anscombe bendir á að sami listi af vörum (eða
hverju sem vera skal) getur haft tvenns konar tengsl við heiminn, annars vegar
sem ætlandi í þeim skilningi að vera listi yfir það sem við viljum að sé í innkaupa-
körfunni hjá okkur, og hins vegar sem lýsandi, það er að segja lýsing á því sem
er í körfunni hjá okkur. Ef innkaupin hafa gengið fullkomlega, þá eru listarnir
nákvæmlega eins, en ef ekki, þá höfum við annaðhvort ekki farið eftir listanum,
eða ekki fengið allt sem við ætluðum okkur að fá. Listinn hefur, jafnvel þó svo
hann sé nákvæmlega eins í báðum tilfellum, tvenns konar tengsl við veröldina,
Hugur 2017-6.indd 174 8/8/2017 5:54:01 PM