Hugur - 01.01.2016, Síða 175

Hugur - 01.01.2016, Síða 175
 Sköpun, kerfi og reynsla 175 annars vegar sem áorkandi, og hins vegar sem lýsandi.14 Anscombe hefur þó ekki í huga í greiningu sinni reynslu af því að vera gerandi eða ætlandi, fyrir henni vakir greining á því hvernig við tölum um ætlan, og ætlandi athafnir. Annað dæmi um tvíeðli sem stendur nær viðfangsefni mínu hér, eru Pushmi- Pullyu-framsetningar, sem voru upprunalega settar fram af Ruth Millikan.15 Sú útgáfa af hugmyndinni sem ég styðst við er þó að mestu fengin frá Tim Bayne.16 Reynsla sem gerandi, eða upplifun af því að vera gerandi, er flestum nærtæk. Hugsum okkur að þú standir og veifir hendinni til að kveðja félaga þinn sem er að fara með rútunni frá BSÍ norður í land. Það er ekki nóg með að þú finnir hönd þína hreyfast á ákveðinn hátt, sem venjulega er kallað að veifa, heldur upplifir þú hreyfinguna sem eitthvað sem hefur ákveðið markmið og merkingu, nefnilega að kveðja. Upplifun þín af þér sem þeim sem hreyfir höndina, er ekki einvörðungu af einhverjum sem hreyfir hönd, heldur af einhverjum sem er gerandi í merkingar- fullri athöfn, nefnilega þeirri athöfn að kveðja.17 Þessi upplifun er af hugsun og athöfn, og ef eitthvað kæmi í veg fyrir annaðhvort athöfnina eða hugsunina, þá væri upplifunin önnur. Gerandaupplifun (e. agentive experience) hefur fengið á sig tvenns konar mynd- ir í heimspeki athafna. Annars vegar er um að ræða kenningar þar sem henni er lýst sem upplifun sem hefur lýsandi innihald (e. thetic or descriptive). Grunn- hugmyndin er þá sú að geranda-upplifun sé upplifun á því hvernig heimurinn er. Hins vegar hefur geranda-upplifun verið lýst sem upplifun sem er áorkandi (e. telic or directive). Grunnhugmyndin hér er sú að geranda-upplifun einkennist af því að upplifa sig sem áorkandi, eða sem afl eða vilja sem breyti því hvernig heimurinn er.18 Tim Bayne hefur sett fram ágæt rök fyrir því að allavega sumum geranda-upplifunum sé best lýst sem upplifunum sem innihaldi hvort tveggja. Þessar tvíátta upplifanir (e. Pushmi-Pullyu representations) eiga það sammerkt að vera upplifun bæði af því hvernig heimurinn er, og af því að vera áorkandi, því að breyta því sem gerandi hvernig heimurinn er. Við getum tekið dæmi úr tungumálinu til að skýra betur hvernig upplifanir af þessu tagi eru. Orðin „fundur er settur“ eru oft notuð til að hefja formlega fundi, t.d. í félagasamtökum. Það sem setning af þessu tagi gerir, er í raun tvenns konar, annars vegar er hún lýsing á því hvernig heimurinn er á þessum tímapunkti, það er að segja þeirri staðreynd að fundur er settur. Hins vegar er hún áorkandi, hún veldur því að fundurinn er settur, og hann getur ekki verið það án þess að einhver mæli fram þessa setningu, eða aðra sem hefur viðlíka merkingu.19 14 Anscombe 1957. 15 Millikan 1995. 16 Bayne 2011. 17 Hreyfingar handa og veifingar eru reyndar hálfgert jarðsprengjusvæði innan þeirrar greinar heim- spekinnar sem fæst við athafnir. Ástæðan er dæmi sem er trúlega ættað frá Wittgenstein, um vandann við að gera greinarmun á því að lyfta hendi viljandi, og því að það einfaldlega gerist, t.d. vegna ósjálfráðra viðbragða. Sjá Frankfurt 1988, en þar er trúlega skarpasta og greinarbesta útleggingin á þessum vanda. Sjá Bayne 2011: 219–220, um nánari greiningu á dæmi sambærilegu því sem gefið er hér. 18 Bayne 2011: 219. 19 Sjá Millikan 1995: 195. Sjá einnig almennt um þessa tegund málgerða (e. speech acts), Strawson Hugur 2017-6.indd 175 8/8/2017 5:54:01 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.