Úrval - 01.02.1943, Síða 5
ÓFRESKJAN
3
miskunnarleysi, að jafnvel róm-
verskum keisara mundi hafa
hryllt við því.
Hann var gersneyddur allri
ábyrgðartilfinningu. Hann virt-
ist ekki einungis óhæfur til að
sjá sjálfum sér farborða, held-
ur kom honum aldrei til hugar,
að hann ætti að gera það. Sann-
færing hans var sú, að öðrum
bæri skylda til þess, og í sam-
ræmi við það tók hann peninga
að láni hjá hverjum, sem
hann gat, körlum og konum,
vinum og ókunnugum. Hann
skrifaði ótal betlibréf. f sumum
þeirra sýndi hann blygðunar-
lausan skriðdýrshátt, en í öðr-
um lýsti hann því fyrir væntan-
legum velgerðarmönnum, hvílík
sérréttindi það væru að fá að
styðja hann, og varð ofsalega
reiður, ef þeir höfnuðu þessum
heiðri. Ég hefi aldrei fundið
neina sönnun þess, að hann hafi
nokkurn tíma greitt aðrar
skuldir en þær, sem honum bar
lögleg skylda til að greiða.
Þeim peningum, sem hann gat
fest hendur á, jós hann á báða
bóga. Ef minnstu líkur voru til,
að einhver ópera hans yrði á
næstunni tekin til sýningar, þá
stofnaði hann skuldir, sem voru
tíu sinnum meiri en það, sem
hann gat vænzt að fá fyrir hana.
Þegar hann hafði ekki meiri
tekjur en svo, að forsjáll mað-
ur mundi hafa annast þvott sinn
sjálfur, réði hann sér tvo þjóna.
Þó að hann ætti ekki nóga pen-
inga til að borga húsaleiguna,
var hann vís til að láta skreyta
veggi og loft í vinnustofu sinni
með rósrauðu silki. Enginn mun
nokkurn tíma vita — og sjálfur
vissi hann aldrei — hve mikið
hann skuldaði. Við vitum, að
mesti velgerðarmaður hans gaf
honum fjörutíu þúsund krónur,
til þess að hann losnaði í borg
einni við þær skuldir, sem brýn-
ust þörf var á að greiða, og ári
seinna varð þessi sami maður
að gefa honum hundrað þúsund
krónur, til þess að hann gæti
búið í annarri borg, án þess að
verða hnepptur þar í skulda-
fangelsi.
Hann var jafn-samvizkulaus
á öðrum sviðum. Konurnar
komu og fóru í lífi hans, án af-
láts. Fyrri konan hans eyddi
tuttugu árum í að styðja hann,
fyrirgefa honum og afbera ótrú-
mennsku hans. Seinni konan
hafði verið eiginkona einkavinar
hans og aðdáanda, sem hann
rændi henni frá. Og jafnvel
meðan hann var að fá hana til