Úrval - 01.02.1943, Síða 15
LÆKNIRINN 1 LENNOX
13
vax að mörgu sérstakur í okk-
ar hóp. Fötin hans voru óskap-
leg, enda þótt þau væru jafnan
vel stoppuð og bætt. Og ekki
var heldur ættgöfginni fyrir að
fara. Móðir hans, horuð ekkja
eftir drykkfeldan slæpingja,
vann fyrir þeim báðum með því
að þvo búðir.
Carry jók tekjur þeirra með
því að fara á fætur klukkan
fimm á morgnana og sendast
með mjólk. Þessar sendiferðir
ollu því, að hann kom stundum
of seint í skólann. Þegar ég lít
til baka yfir farinn veg, þá get
ég enn séð lítinn, haltan dreng
standa í miðri skólastofunni,
rjóðan og titrandi, og kennar-
ann, kvalasjúkan fant, brosa
hæðnislega.
„Nú, nú . . . . getur það verið,
að þú sért enn of seinn?“
„J-j-j-já, herra.“
,,Og hvar hefir yðar tign ver-
ið? Vafalaust í morgunverðar-
boði hjá borgarstjóranum?“
„N-n-ne . . .“
Þegar svona stóð á, fór Carry
að stama. Honum var ómögu-
legt að koma út úr sér orði. Og
allur bekkurinn, með bros kenn-
arans sem fyrirmynd, rak upp
skellihlátur.
Ef Carry hefði verið góður
námsmaður, hefði allt farið vel,
því að í Skotlandi er þeim fyrir-
gefið allt, sem er góðum gáfum
gæddur. En enda þótt Carry
sæktist dável lesturinn, voru
munnlegu prófin honum sann-
kallaðar eldraunir.
Þetta var móður Carrys mik-
ið sorgarefni. Henni var mikið
kappsmál, að sonur hennar
skaraði fram úr, einkum á sér-
stöku sviði. Fátæk, auðmjúk og
fyrirlitin, ól hún þá von í brjósti,
að henni auðnaðist að sjá'son
sinn vígðan prest Skotlancjs-
kirkju. Heilaga einfeldni! En
móðir Carrys hafði svarið að
framkvæma kraftaverkið eða
deyja að öðrum kosti!
Carry kaus miklu fremur að
vera úti á víðavangi, heldur en
á bænasamkomum. Hann unni
skógunum og heiðunum og öllu,
sem lifði þar og hrærðist —
honum leið aldrei betur en þá,
er hann var að hjúkra einhverju
særðu dýri, sem hann faifn á
förnum vegi. Hann var einstak-
ur snillingur við læknisaðgerðir.
Ef satt skal segja, langaði Carry
ákaflega mikið til þess að verða
læknir.
En hlýðnin var samofin hinu
milda eðli hans, og þegar hann
hóf nám við háskólann, gerðist