Úrval - 01.02.1943, Side 23
GFUMM FORLÖG
21
ljós hin mikla hætta, sem ör-
yggi þjóðarinnar og innra jafn-
vægi stafaði af þessum óánægðu
hópum. En þeir sáu jafnframt,
að mikið gagn mátti hafa af
þeim, ef takast mætti með
áróðri að beina óánægju þeirra
í rétta átt.
Nazistar í Þýzkalandi notuðu
Gyðinga í þessum tilgangi. —
Hernaðarsinnar okkar notuðu
stóriðjuhöldana. f áróðri sínum
héldu þeir því fram, að stór-
iðjuhöldarnir væru ekki lengur
japanskir, að þeir hugsuðu að-
eins um eigin hag og stofnuðu
öryggi og trúarbrögðum þjóð-
arinnar í hættu.
Innan hins gamla japanska
þjóðfélags, sögðu þeir, höfðu
allir nóg að bíta og brenna og
enginn of mikið. En nú rökuðu
stóriðjuhöldarnir saman offjár
á meðan aðrir bjuggu við skort.
Á milli þessarra klíkna hefir
verið opinbert stríð síðan 1929.
Stóriðjuhöldarnir ráða yfir auð-
magninu og meirihluta þingsins.
En hernaðarsinnarnir ráða yfir
hinum byltingasinnuðu félögum.
Og í hvert skipti sem stóriðju-
höldarnir láta þingið samþykkja
lög eða fella frumvörp, sem
hernaðarsinnar álíta nauðsyn-
leg, er einhver úr þjóðernis-
sinnafélögunum gerður út til að
myrða einhvern úr hópi stór-
iðjuhölda eða einhvern fulltrúa
þeirra í stjórninni.
Styrjöldin í Mansjúríu var
ein afleiðingin af þessari tog-
streitu.
Með innrásinni í Mansjúríu
skapaði herinn alvarlegt ástand
í alþjóðamálum, sem stuðlaði
mjög að því að beina hinum
óánægðu inn á braut virkrar
þjóðernisstefnu, og neyddi stór-
iðjuhöldana til að leggja fram
aukið fé til hernaðarþarfa.
Skiljið þér nú vandamál okk-
ar? Við höfum tekið upp þá
stefnu á sviði iðnaðar og fram-
leiðsiu, sem við getum ekki horf-
ið frá aftur. I okkar gamla þjóð-
félagi vorum við sjálfum okkur
nógir og gátum útilokað okkur
að mestu frá umheiminum í
tvær og hálfa öld.
Nú erum við stórveldi, en við
ráðum ekki lengur við örlög
okkar. Við eigum tilveru okkar
alla undir þeim þjóðum, sem
selja okkur hráefnin, og kaupa
iðnaðarvörur okkar.
Síðustu fimmtíu árin hefir
þjóðin meira en tvöfaldast. Mik-
ið af ræktuðu landi hefir verið
tekið undir verksmiðjur og
verkamannahverfi. Við flytjum