Úrval - 01.02.1943, Síða 35
Ofœdd börn og nýfœdd.
Úr bókinni „Babies are Human Beings",
eftir dr. C. Aldrich og konu hans.
D JARTEYGÐU og saklausu
ungbörnin, sem skáldin lýsa
með svo miklum fjálgleik, eru
næsta ólík hávaðasömu óróa-
seggjunum, er við sjáum í
barnastofum fæðingarstofnan-
anna.
Ef við komum þar um mat-
málstíma, birtist okkur gleggsta
einkenni nýfæddra barna, og
raunar fullorðinna líka — full-
nægjuþörfin. Þau vilja fá saðn-
ingu, af því að þau finna til í
maganum! Þannig er mannlegt
eðli inni við beinið.
Ef nýfædd börn eru metin
eftir meginreglum fullorðins
fólks, eru þau vissulega engin
fríðleiksdjásn, nema þá í augum
foreldranna. En hegðun þeirra
og háttalag er alls ekki eins
mikið út í loftið og mönnum
kann að virðast.
Hjartað byrjar að slá í
þriggja vikna gömlu fóstri.
Nokkrum vikum seinna er unt
að greina fyrstu hræringarnar.
Brjósthreyfingar, sem líkjast
öndun, hafa nýlega verið athug-
aðar á fimmta mánuði með-
göngutímans. Fram til þessa
hafa menn álitið, að öndunin
byrjaði skyndilega við fæðingu
barnsins, og það er því eftir-
tektarvert, að þessi starfsemi
skuli vera hafin löngu áður en
hennar er þörf. Þá hafa einnig
verið færð nokkur rök að því,
að börn sjúgi fingur sína þegar
í móðurkviði. Ef þetta reynist
rétt, er þarna um að ræða mikla
æfingu fyrir barnið og þjálfun
sogvöðva þess, áður en það þarf
á þeim að halda.
Það kemur oft fyrir að fóstr-
ið ,,sparkar“ og tekur snögga
kippi síðustu mánuðina fyrir
fæðingu. Þessar ósjálfráðu
hreyfingar, sem eru svo nauð-
synlegar, þegar í heiminn er
komið, hafa náð slíkum þroska
á sjötta mánuði, að barn, sem
fæðist þrem mánuðum fyrir
tímann, getur haldið lífi.
5