Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 39
Hverju máli skiptir
Himnaríki ?
Grein úr „The American Review“,
eftir Chanuiiig' Pollock.
EGAR fréttist um andlát
hins fræga gagnrýnanda
Matthew Arnolds, varð ein-
hverjum að orði: „Veslings
Matthew, hræddur er ég um, að
hann verði ekki ánægður með
guð.“ Ef þessi orðheppni náungi
hefði sagt ,,himnaríki“ í staðinn
fyrir ,,guð“, mundu fieiri okkar
hafa skilið hann. Sjálfur hefi ég
aldrei verið neitt sérstaklega
hrifinn af himnaríki.
Það eru auðvitað æði skiptar
og sundurleitar skoðanir á eðli
og ásigkomulagi himnaríkis, allt
frá gulinum strætum og ósán-
um ökrum upp í algleymi (nir-
vana) Búddatrúarmanna og all-
ar götur þar á milli. Ég er ekk-
ert ginkeyptur fyrir gullnum
strætum og það er aðeins fátt,
sem ég þrái að gieyma. Nirvana
væri miklu eftirsóknarverðara í
mínum augum, ef því fylgdi
skarpari athyglis- og minnis-
gáfa, sem þúsundfaldaði hjá
mér hæfileikann til að njóta
fegurðar stjarnanna og hafsins.
Og ég er hræddur um, að ég
mundi fljótt verða þrautleiður á
hinum himnesku kvenverum
Múhameðstrúarmanna.
Það er sanni nær, að ég læt
mér þessar himnaríkis-skoðanir
litlu skipta, heldur en að ég trúi
ekki á sannleiksgildi þeirra.
Fyrir mig skiptir þetta svo litlu
máli — ég er of önnum kafinn
við lausn þeirra vandamála, sem
lífið hér á jörðinni leggur mér
á herðar. Eina himnaríkið, sem
mér finnst máli skipta, er það
himnaríki, sem hægt væri að
skapa hér á jörðinni.
I einu af fyrstu leikritum mín-
um setti ég fram þá skoðun, að
okkur sé ekki refsað fyrir synd-
ir okkar, heldur sé syndin sjálf
refsingin. Þetta á eins við um
góðverkin, okkur er ekki launað
fyrir þau, heldur eru þau sjálf
launin. Það fylgir einhver töfr-
andi unaður vel unnu starfi.
Það hljóta að vera ennþá meiri