Úrval - 01.02.1943, Side 51
SlÐASTA GANGAN
49
á næstunni, ef okkur miðar vel
áfram. Það er eins og nýtt líf
hafi færst í okkur við þessa
góðu máltíð .. .
Mánudagur 19. febrúar. —
Áfanginn í dag var aðeins 4,6
mílur og færið var hræðilegt.
Það er kannske of snemmt að
gera sér áhyggjur út af stutt-
um dagleiðum. Á öllum öðrum
sviðum er ástandið batnandi.
Við breiddum svefnpokana á
sleðana og eru þeir nú að mestu
þurrir. En það, sem mestu máli
skiptir er það, að nú höfum við
nógan mat. í kvöld borðuðum
við einskonar kássu úr þurrk-
uðu kjöti og hrossakjöti og vor-
um sammála um, að það væri
sú bezta kássa, sem við hefðum
nokkurn tíma bragðað á sleða-
ferð ...
Miðvikudagur, 22. febrúar.
Það er enginn vafi á því, að
heimferðin ætlar að verða okk-
ur þungsótt. Skömmu eftir að
við lögðum af stað í dag, tók að
hvessa af suðvestri, með miklu
f júki. Við týndum brátt slóðinni.
Við borðuðum hádegisverð, án
þess að hafa komið auga á vörð-
una, sem átti að verða á leið
okkar. Undir kvöldið var Bow-
ers orðinn sannfærður um, að
ókkur hefði borið of langt t>l
vesturs, og tók við stjórninni,
með þeim árangri, að við höfð-
um enn einu sinni farið framhjá
forðabúri án þess að finna það.
Það er ánægjulegt að vita til
þess, að svona mótlæti megnar
ekki að draga kjarkinn úr okk-
ur. I kvöld borðum við fylli okk-
ar af ágætri hrossakjötskássu,
og erum nú þróttmeiri og von-
betri en áður . . .
Sunnudagur, 26. febrúar. —
Næturnar eru nístandi kaldar
núna, og fótakuldi ásækir okk-
ur framan af deginum, af því
að plögg okkar ná aldrei að
þorna. Matarskammturinn er í
knappara lagi, og vona ég, að
þegar við komum að næsta
forðabúri, sem er aðeins fimmtíu
mílur í burtu, verði svo mikið
afgangs, að við getum aukið
skammtinn.
Föstudagur, 2. marz. Sjaldan
er ein báran stök. Ferðin í gær
til (Middle Barrier) forðabúrs-
ins gekk greiðlega, en síðan höf-
um við orðið fyrir þrem alvar-
legum áföllum. í fyrsta lagi
hefir það komið í ljós, að olíu-
forðinn var minni en við höfð-
um búizt við. Með ítrustu spar-
semi getur hann kannske dugað
okkur til næsta forðabúrs (71
mílu í burtu). í öðru lagi kom