Úrval - 01.02.1943, Síða 57
EINVÍGIÐ
55
Við hvatningarorð frá lönd-
um sínum varð Japaninn fyrir
sálrænum verkunum, sem voru
honum mjög í hag. Á móti þess-
um múgáhrifum máttu uppörf-
unarhróp mín sín lítils.
En Ciear hafði stáltaugar og
hann athugaði með rólegri yfir-
vegun, hvað beið hans. Mót-
stöðumaður hans myndi ekki
leitast við að berja hann í gólf-
ið, hann myndi leitast við að
limlesta hann og gera hann
þannig óvígan.
Bjallan hringdi.
Keppinautarnir nálgast hvor
annan til hægri. Ég sé, að Clear
er á verði gegn höggi í nárann.
Eins og leiftur fellur höggið og
lendir á innanverðu vinstra læri.
Til allrar hamingju of lágt.
Höggið lætur eftir sig rauðan
þrimil. Þá reynir Japaninn að
sækja á frá vinstri hlið. Clear
hreyfir sig með honum og ber
frá sér við og við, til þess að
halda honum frá sér. Kitamura
er öruggur, svipur hans er
hæðnisfullur. Mér þyngir í hvert
sinn er ég horfi á hann leggja
til höggs við bráð sína. Það er
átzt við -— reitt til höggs og
högg borin af sér. Á hverri
sekúndu lævís brögð og kænleg-
ar varnir. Allt í einu kemur Cle-
ar höggi á barkakýli Kitamura.
Augu Japanans fyllast tárum.
Upp frá þessu sá Japaninn
rautt. Hann leggur til atlögu og
kemur höggi á andlit Clears með
jaðri vinstri handar, sem flær
skinnið af enni hans og nefi og
sú hægri lendir á hægri fram-
handlegg.
Um leið nær Clear að koma
höggi á andlit Kitamura, er
snertir höku hans, en stöðvast
upp undir nefinu, sem nærri tók
af.
Bjallan hringir. En hvílíkar
fimm mínútur! Kitamura dreg-
ur sig í hlé í hring sinn og blóð-
ið fossar úr nefi hans, en hann
lítur aldrei af keppinaut. sínum.
Hinn blóðugi þrimill yfir enni
Clears minnir á svipuhögg.
„Hann hefir ekki enn náð að
koma á þig hættulegu höggi,“
segi ég til uppörvunar.
,,Þá hefir einhver verið að
kasta í mig grjóti,“ svarar
Clear.
Bjallan hringir.
Kitamura þýtur á fætur.
Hinn fyrri ögrandi svipur hans
hefir vikið fyrir nístandi haturs
augnaráði. Hann byrjar á því
að færa sig hratt í hring til
hægri. Clear hreyfir sig í sam-
ræmi við það og athugar allar