Úrval - 01.02.1943, Page 60
58
ÚRVAL
Áhorfendurnir lögðust fram
á stólbrýkurnar eða risu á fæt-
ur. Eftirvæntingarkyrrð færð-
ist yfir.
Clear skynjaði endalokin
einnig, en enginn las úr vip hans
þá fyrirætlun, sem hann hlóð
undir allri orku sinni. Hægri
handleggurinn var beygður til
höggs, en hið ytra varð ekki með
nokkru móti séð, að hver vöðva-
og taugafrumla var kölluð til
starfa. Kitamura reyndi að
berja sem tíðast og högg hans
féllu eins og leiftur, ýmist á
handlegg, háls, síður, læri eða
höfuð Clears, en hann lét það
ekkert á sig fá. Þá dró Clear
að sér vinstri hendina. Þessu
viðbragði hafði Kitamura beðið
eftir. Hann sentist áfram, til
þess að beita Clear sömu tökum
sem fyrr — og nú átti að fylgja
á eftir. En Clear varð fyrri til.
1 stað þess að draga handlegg-
inn að sér til fulls, sem í hið
fyrra skipti og eyða tíma til
undirbúnings högginu, lagði
hann alla þá orku, sem hann
hafði í leiftursnöggt hægri
handar högg.
Höggið — áreksturinn —
hreldi Japanann. Hann fálmaði
í tilgangsleysi út í bláinn, og
með andköfum hans þyrlaðist
blóð milli mölbrotinna tannanna.
Þá fékk hann annað hægri
handar högg, sem hafði verið
seilst langt til. Miskunnarlaust
högg á kjálkabarðið.
Hinn japanski áflogahundur
hætti pati sínu og í stað f jaður-
magnaðs, iðandi líkama, lypp-
aðist nú máttvana líkami niður
á gólfið.
Enginn gekk fram til þess aö
telja.
Krónprinzinn og Ugaki ósk-
uðu Clear til hamingju, en hvað
þeir nöldruðu í barminn heyrði
hvorki ég né Clear.
Grafarkyrrð ríkti í salnum.
Sviplaus, skásett augu áhorf-
endanna störðu á máttvana
hrúgald jujitsu-hetjunnar um
leið og því var dröslað burtu af
leiksviðinu.
Aldrei heyrðist Kitamura
getið framar. Það er litlum vafa
undir orpið, að kviðrista mun
hafa stytt honum aldur. Við
fundum það á öllu að dvöl okk-
ar var orðin nógu löng, svo við
hröðuðum okkur á brott. Á
heimleiðinni sagði Clear: „Ég
skal aldrei — aldrei láta flækja
mér út í annað þessu líkt.“
En hann mun nú samt hafa
flækst inn í orusturnar á Bataan
og Corregidor.