Úrval - 01.02.1943, Page 68
tTRVAL
að spinna og vefa í föt á móður
okkar, fósturjörðina.“
Þannig fórust honum orð,
smávaxna manninum, sem sat
meða krosslagðar fætur á dýnu
úr pálmablöðum. Rödd hans var
mjúk, en máttug, því hún var
rödd Indlands.
II.
ARFTAKINN.
Það er erfitt að ímynda sér,
að nokkur einn maður geti tekið
við af Gandhi, hversu miklum
gáfum, sem hann væri gæddur.
Afleiðingin er sú, að starfi hins
miðaldalega spekings, sem nú
er mjög við aldur, verður hald-
ið áfram af nokkrum leiðtogum,
en kaldhæðni örlaganna hefir
hagað því þannig, að sá þeirra,
sem líklegastur er sem eftirmað-
ur Gandhis, ef hægt er að tala
um eftirmann hans, er persónu-
gerfingur hins nýja Indlands.
Maður þessi er Jawaharlat
Nehru, og Gandhi sjálfur hefir
þegar bent á hann sem ,,arf-
taka“ sinn. — Nehru sagði
öllum „fasisma" persónulegt
stríð á hendur, löngu áður en
núverandi styrjöld braust út.
En hann skrifaði líka undir
ályktun Congressflokksins, um
að Bretar hverfi strax frá Ind-
landi, þó ýmsir vilji halda því
fram, að því hafi hann verið
persónulega mótfallinn, eins og
nú stendur á.
Nehru er glæsilegur maður, 53
ára að aldri. Hann hefir eytt 9
árum æfi sinnar í 9 brezkum
fangelsum. En til þess að geta
metið fórnir hans og þjáningar
til fulls, verður maður að kynna
sér ætt hans og uppruna. í meir
en tvær aldir hefir Nehruættin
lifað við auð og allsnægtir, og
notið mikils álits; einn af stór-
mógúlunum gjörði þá að lend-
um mönnum. Faðir Jawaharlat
var, á sínum tíma, einn af
fremstu lögfræðingum Indlands.
Hann tók mikinn þátt í þjóð-
ernishreyfingunni, og gekk þar
næst Gandhi. En hann tamdi sér
ekki hina sparneytnu lifnaðar-
háttu foringjans, heldur berst
mikið á. Ættarsetur hans Anand
Bhavan er skrautlegra en mörg
forsetahöllin.
Er Nehru var 16 ára gamall
var hann sendur til Englands,
til náms. Þar gekk hann á hinn
fræga Harrow skóla og svo á
Trinity College í Cambridge og
las lög. Hann dvaldi í Englandi
í nokkur ár, að loknu námi og
öðlaðist þar full réttindi til