Úrval - 01.02.1943, Side 69
INDVERSKIR LEIÐTOGAR
67
málafærslu fyrir öllum dómstól-
um Bretaveldis. Þegar hann
kom heim til Indlands aftur
kastaði hann sér með lífi og sál
út í þjóðernishreyfinguna.
Þannig myndaðist hin indverzka
þrenning: Nehru faðir, Nehru
sonur og Gandhi hinn órannsak-
anlegi.
Undanfarin 25 ár hefir sam-
bandið milli Gandhis og Nehrus,
verið. eins og milli ástríks föð-
urs og sonar. Þetta nána sam-
band er eitt undarlegasta fyrir-
brigðið í indverskum stjórnmál-
um, því eins og áður hefir verið
vikið að eru þessir menn svo
gjörólíkir, að ætla mætti að þeir
væru ósamrýmanlegir. Gandhi
er málsvari hinnar gömlu, frum-
stæðu bændamenningar. Nehru
er ímynd hins nýja tíma og
berst fyrir iðnþróun Indlands.
Hjá Gandhi er óvirk mótstaða
allt að því trúarbrögð, hjá
Nehru aðeins bardagaaðferð.
Nehru er mjög andvígur hinu
undarlega samblandi af trúar-
brögðum, dulspeki og stjórn-
málum hjá Gandhi. Hann er
einnig fyrsti indverski alþjóða-
sinninn, sem nokkuð kveður að.
Milli Nehrus og Chiang-Kai-
sheks er náin vinátta, sem spáir
góðu um framtíð hinnar nýju
Asíu. Hver veit nema Nehru
verði fyrsti forseti Bandaríkja
Indlands. Að minnsta kosti er
hann líklegur til þess.
III.
RÖDDIN FRÁ BANGKOK.
Andstæða þessarra þriggja.
leiðtogum, sem allir hafa lýst
sig andvíga möndulveldunum
og heitið aðstoð sinni ef til inn-
rásar kemur — þó með nokkr-
um skilyrðum. —, stendur hinn
óstýriláti Bose, sem eitt sinn
var forseti Congressflokksins.
Subhas Chandra Bose heitir
hann fullu nafni; hann er nú
ekki í Indlandi, heldur á stöðugu
ferðalagi milli Berlínar og
Tokyo. Ekki alls fyrir löngu
barst sú frétt út, að hann hefði
farist í flugslysi. En daginn
eftir, bar hann fréttina til baka
í útvarpi til Indlands og sagði
háðslega: „Vinir mínir riiunu
þekkja rödd mína.“
Það líður tæpast sá dagur, að
rödd Bose heyrist ekki í útvarp-
inu frá Bangkok. Þar heitir
hann á landa sína að hrinda af
sér oki Breta og hef ja samvinnu
við möndulveldin, einkum Japan.
Það má vara sig á því að van-
meta áhrif Bose, og álíta hann