Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
áhrifalítinn, indverskan quisl-
ing. I föðurlandi sínu nýtur
hann mikils álits sem sannur
föðurlandsvinur. Líklegast á
enginn indverskur leiðtogi ann-
an eins þjáninga- og fórnarferil
í þágu ættjarðarinnar að baki
sér og hann.
Þess vegna sendi Gandhi
eftirfarandi samúðarskeyti, til
móður Bose, er hann heyrði að
Bose hefði farizt: „Yðar missir
er missir Indlands.“ Þó er
Gandhi einlægur- lýðræðissinni,
hefir lengi verið andvígur stefnu
Bose og álítur hann á rangri
braut.
í Bengalhéraði er fylgi Bose
öflugast, enda er hann ættaður
þaðan. Bengalhérað er líka
hættulegasta héraðið í Indlandi
síðan Japanir hertóku Burma,
því það er á landamærunum.
Á komandi mánuðum verða
þau lóð lögð á metaskálarnar,
sem gjöra út um það, hvort
milljónir Indlands snúast á sveif
með Nehru, sem vill samvinnu
við Bandamenn, eða fylgja Bose,
málsvara möndulveldanna.
IV.
LAND AMÆR AV ÖRÐUR.
Japönsk innrás í Indland
myndi, eins og áður er sagt,
mæða fyrst á Bengalhéraði. En
ef herskörum Hitlers tækist að
ryðja sér braut að vesturlanda-
mærum Indlands, sem nú virðist
mjög ólíklegt, yrði hið svo-kall-
aða Norð-vestur landamæra-
hérað fyrst á leið þeirra. Þá er
mikið undir því komið, hvernig
Abdul Gaffar Kahn, leiðtogi
hinna hraustu og herskáu
Paþena, sem þárna búa, snýst
við innrásinni.
Abdul Kahn, foringi Pathan-
anna, er múhameðstrúar og
honum á Congressflokkurinn
það mest að þakka, að mikill
meiri hluti múhameðstrúar-
manna í Indlandi eru innan vé-
banda hans.
Abdul Khan er undramaður
hins nýja Indlands. Oftast geng-
ur hann undir nafninu „Landa-
mæra Gandhi“, vegna átrúnað-
ar hans á hinn indverska spá-
mann og trúar hans á mátt
hinnar óvirku mótstöðu. Samt
eru þessir tveir menn gjör ólík-
ir. Gandhi er Hindúi, hefir við-
bjóð á kjöti og er afkomandi
stéttar (caste), sem er þekkt
fyrir hóglæti. Abdul Kahn er
múhameðsk kjötæta og foringi
hirðingjaþjóðflokks, sem er
frægur fyrir frábæra hréysti og
róstusamt líf. Gandhi er um