Úrval - 01.02.1943, Page 77
LODDARINN OG ERMIN
75
verða að engu meðal áhorfenda.
í lok kvöldsins tók hann rögg á
sig og sagði: „Herrar mínir og
frúr, að lokum ætla ég að sýna
yður hinn fræga japanska
galdur, sem nýlega var fundinn
upp af íbúum Tipperary. Viljið
þér, herra minn,“ hélt hann
áfram og snéri sér að gáfna-
garpinum, „viljið þér gjöra svo
vel og rétta mér gullúrið yðar?“
Honum var rétt úrið. „Hefi ég
leyfi yðar til þess að láta það
í þennan steytil og mylja það?“
spurði hann hryssingslega.
Gáfnagarpurinn kinkaði kolli
og brosti.
Þá fleygði loddarinn úrinu í
steytilinn og greip sleggju af
borðinu. Ákaft brothljóð heyrð-
ist. „Hann læddi því — upp í
ermina sína,“ hvíslaði gáfna-
garpurinn.
„Jæja, herra,“ hélt loddarinn
áfram, „viljið þér vera svo góð-
ur að rétta mér harða hattinn
yðar og leyfa mér að dansa á
honum? Þakka yður fyrir.“
Loddarinn trampaði á hattin-
um og sýndi hann síðan áliorf-
endum. Hatturinn var óþekkjan-
legur.
Andlit gáfnagarpsins Ijómaði.
f þetta sinn heillaði hið leynd-
ardómsfulla hann.
„Og viljið þér svo, herra
minn, taka af yður hálsbindið
og leyfa mér að kveikja í því
við kertaljósið. Þakka yður,
herra minn. Og leyfið mér hka
að mölva gleraugun yðar með
hamrinum mínum. Ég þakka.“
Á þessu stigi málsins tók
svipur gáfnagarpsins að gerast
hálf kindarlegur.
„Nú er ég alveg grallaralaus,“
hvíslaði hann„ ég skil ekki vit-
und í þessu.“
Áhorfendurnir héldu niðri í
sér andanum. Þá lauk loddarinn
máli sínu og gaut hornauga til
gáfnagarpsins:
„Háttvirtu áhorfendur, þér
hafið séð, að ég hefi með leyfi
þessa herra brotið úrið hans,
brennt hálsbindið hans, dansað
á hattinum hans og mölbrotið
gleraugun hans. Ef hann veitti
mér einnig leyfi til þess að mála
grænar rákir á frakkann sinn,
skal það verða mér sönn ánægja
að halda skemmtuninni áfram.
Ef ekki, þá er sýningunni lokið.“
Og á meðan hljómsveitin
sendi frá sér tónaflóð, féll tjald-
ið og sýningargestir hurfu á
brott, sannfærðir um það, að til
eru að minnsta kosti þau brögð,
sem ekki útheimta neinar erm-
ar hjá þeim, sem leikur.