Úrval - 01.02.1943, Síða 78
Á það fyrir mannkyninu að liggja,
að verða tannlaust eins og fuglarnir?
Tannskemmdir.
Grein úr „American Weekly“,
eftir Robert D. Potter.
AÐ hefir komið áþreifan-
lega í ljós við innköllun í
herinn, hversu illa tennt Banda-
ríkjaþjóðin er. Hér um bil
fimmti hver maður, sem kall-
aður er til herþjónustu, er send-
ur heim aftur, af því að hann
uppfyllir ekki þær litlu kröfur,
sem gerðar eru til tanna hans.
Enginn veit, hvað framtíðin
ber í skauti sér, en svo er helzt
að sjá, sem tönnum mannkyns-
ins muni fara aftur hægt og
hægt, unz að því kemur, að eng-
ar tennur verði eftir í mannleg-
um munni. Ef það ætti sér stað,
yrði afleiðingin sú, að maðurinn
mundi verða kjálkalaus eins og
fuglarnir. Mannkynið á því
fyrir sér að verða hökulaust,
enda þótt slík breyting muni
taka milljónir ára.
En þó að herinn hafni fimmta
hverjum manni, sem hann tekur
til skoðunar, þá mega menn alls
ekki halda, að hann sé ákaflega
kröfuharður. Því fer f jarri. Her-
inn óskar þess eins, að hver
maður, sem vill verða hermaður,
hafi sex tennur í efra gómi, sem
standist á við aðrar sex tennur
í neðra gómi. Hann krefst þess
aðeins, að hinn tilvonandi her-
maður hafi 12 tennur af 32, sem
hann hlaut í vöggugjöf.
Þegar þess er ennfremur
gætt, að þetta var aðallega
meðal hinna yngri manna, þá
verður ljóst, hversu alvarlega
horfir á þessu sviði. Menn á
aldrinum 36—44 ára voru ekki
skrásettir, þegar þessar rann-
sóknir fóru fram.
Það er ekki að vita, nema
kreppan árin 1930—33 og eftir-
köst hennar hafi átt einhvern
þátt í því, hversu lítt menn hugs-
uðu um tennur sínar, eins og
komið hefir svo áþreifanlega og
átakanlega í ljós við val manna
í herinn. Þegar fólk hafði lítil
auraráð, taldi það sig meðal