Úrval - 01.02.1943, Page 87
JÞó að frumeindarannsökuir séu tiltölulega
skammt á veg komnar, hafa þær þegar opnað
sýn inn í furðulega heima.
Ur heimi frumeindanna.
Grein úr „The New Republic",
eftir Bruce Bliven.
A F ÖLLUM ÞEIM furðulegu
**■ tíðindum, sem okkur berast
frá rannsóknastofum vísinda-
manna eru tíðindin úr heimi
frumeindanna og sameindanna
furðulegust. f fáum orðum má
segja, að árangurinn af rann-
sóknum þeim, er liggja að baki
þessum stórtíðindum, sé þessi:
1. Þær hafa fært okkur í
hendur nýtt og voldugt vopn í
baráttunni við sjúkdóma.
2. Skapað okkur nýjar
starfsaðferðir, sem hafa fært
okkur aukinn skilning á líffæra-
starfsemi jurta og dýra, og þar
með mannsins.
3. Gert okkur mögulegt að
breyta nærri því öllum frumefn-
um í önnur frumefni og uppfyllt
þannig hinn aldagamla draum
gullgerðarmannsins.
4. Skapað okkur möguleika
til að búa til ný efni eftir vild,
að framleiða gerfiefni í stað því
sem næst alls þess, sem finnst í
náttúrunni.
5. Vakið þá ákveðnu von í
brjóstum okkar, að hinn ótæm-
andi orkuforði, sem býr í frum-
eindinni, verði leystur úr læð-
ingi og notaður í þágu mann-
anna og gera með því allar aðr-
ar orkulindir úreltar og óþarfar
og skapa það sæluríki allsnægta
hér á jörð, sem engan hefir
dreymt um.
Allt efni, jafnvel það sem sýn-
ist allra þéttast, er byggt upp
af ótölulegum f jölda smáeinda,
sem sumar eru, í hlutfalli við
stærð sína, óralangt hver frá
annarri, og aðrar á eilífri ferð
og flugi. Ég þekki enga lýsingu
á þessum heimi frumeindanna,
sem er eins lifandi og táknræn
og þessi lýsing Henry Schacht:
„Stigið á vasaklút og ímynd-
ið yður, að þér séuð gædd-
ur þeim eiginleika að geta